Innlent

Maður og tvö börn í sjálfheldu fyrir ofan Þingeyri

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Neyðarlínunni barst beiðni um aðstoð skömmu fyrir hádegi þar sem maður og tvö börn höfðu lent í sjálfheldu. Fólkið lenti í sjálfheldu í fjallinu Sandafell fyriri ofan Þingeyri.

Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum amar ekkert að fólkinu, en björgunarsveitarmenn eru komnir til þeirra. Beðið er eftir öryggisbúnaði til að fylgja þeim niður af fjallinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×