Innlent

Kveikt í gámum í gærkvöldi

Eldur kom upp í gámi í Sorpu í Jafnaseli um klukkan ellefu í gærkvöldi. Töluverður eldur var í gámnum þegar slökkvilið mætti á staðinn og þurfti að fjarlægja nærliggjandi gáma til þess að koma í veg fyrir að eldurinn bærist yfir í þá. Slökkvistarfið gekk þó vel að sögn vaktstjóra en líkur eru taldar á að kveikt hafi verið í gámnum. Fyrr um kvöldið var slökkviliðið einnig kallað út vegna elds í gámi sem stóð við Ingunnarskóla í Grafarholti og þar gekk slökkvistarf sömuleiðis vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×