Innlent

Staðan í heiminum hefur ekki batnað með tilliti til fuglaflensu

MYND/AP

Áhættumat vegna hugsanlegrar fuglaflensu hér á landi er óbreytt og staðan í heiminum hefur ekki batnað. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem unnin hefur verið hér á landi í tengslum við áætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu.

Vinnu við áætlunina miðar ágætlega eftir því sem fram kemur í tilkynningu almannavarna og hafa vinnuhópar, sem skipaðir voru á síðasta ári, allir skilað fyrstu drögum að áætlun. Hafin er vinna við að samræma niðurstöður í eina áætlun.

Þá er í bígerð að mynda tvo nýja vinnuhópa sem skoða munu alþjóðamál og alþjóðasamskipti og fara yfir lögfræðileg álitaefni vegna hugsanlegrar flensu. Á stefnuskrá er að hafa skrifborðsæfingu í haust og er markmið æfingar að fara yfir boðskipti og ákvarðanatökur við stjórnun í heimsfaraldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×