Innlent

Lífsskrá ekki í boði lengur

svavar hávarðsson skrifar
kirkjugarður Fólk ræði sín mál við aðstandendur eða lækni.
kirkjugarður Fólk ræði sín mál við aðstandendur eða lækni. fréttablaðið/vilhelm
Embætti landlæknis hefur ákveðið að svokölluð lífsskrá verði ekki starfrækt lengur.

Fólki hefur staðið til boða að fylla út eyðublað með yfirlýsingu um óskir sínar varðandi meðferð í aðdraganda lífsloka við þær aðstæður þegar það sjálft getur ekki tekið þátt í ákvörðunum um þá meðferð vegna andlegs eða líkamlegs ástands.

Mikilvægast er að einstaklingar komi vilja sínum um meðferð við lífslok á framfæri við aðstandendur sína og jafnvel einnig þann lækni sem það er í nánustu sambandi við, segir í tilkynningu embættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×