Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Anton Ingi Leifsson skrifar 25. apríl 2020 19:00 Ásdís Hjálmsdóttir. Getty/Ian Walton Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. Ásdís gaf það út að þetta yrði hennar síðasta tímabil og vonaðist hún til þess að fara á tvö stórmót áður en ferlinum lyki. Kórónuveiran hefur tekið það bæði af henni og hún segir þetta mikil vonbrigði. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég var að vonast til þess að fá að enda ferilinn á stórmóti. Nú er það komið í ljós að svo verður ekki. Þetta eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði þó að ég skilji þessa ákvörðun. Ég er fegin að hún kom svona snemma í stað þess að halda í vonina fram eftir sumri og fá svo að vita mánuði fyrir að það verður ekki. Þetta var betra svona,“ sagði Ásdís. „Ég er í mínu besta formi nokkurn tímann. Ég var úti í Suður-Afríku í æfingabúðum í mars og kastaði þar lengst kastið á ferlinum. Ég var orðin spennt fyrir þessu og að eiga gott tímabil og enda þannig en nú verður maður bara að endurhugsa stöðuna.“ „Ég mun ekki fara á Ólympíuleika né EM en það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki kastað langt. Maður verður að setja fókus á það sem maður getur stjórnað en ekki hinu.“ Hún stendur enn við ákvörðunina að hætta og segir að það standi enn til. „Ég stend við þá ákvörðun að hætta. Því miður þá verður þetta að enda á engu stórmóti og ekki í landsliðsbúninginn einu sinni. Eitt ár er langur tími. Ef þú fengir að fylgja mér í gegnum æfingar í eina viku þá myndirðu skilja þetta betur,“ en hver er þá markmiðin það sem eftir lifir síðasta frjálsíþróttaársins? „Ég vonast til þess að fá að keppa og náð þessum löngu köstum. Úr því sem komið er, þá er það besta sem ég get vonast eftir að bæta Íslandsmetið.“ Klippa: Sportpakkinn - Ásdís fer ekki á stórmót Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira
Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. Ásdís gaf það út að þetta yrði hennar síðasta tímabil og vonaðist hún til þess að fara á tvö stórmót áður en ferlinum lyki. Kórónuveiran hefur tekið það bæði af henni og hún segir þetta mikil vonbrigði. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég var að vonast til þess að fá að enda ferilinn á stórmóti. Nú er það komið í ljós að svo verður ekki. Þetta eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði þó að ég skilji þessa ákvörðun. Ég er fegin að hún kom svona snemma í stað þess að halda í vonina fram eftir sumri og fá svo að vita mánuði fyrir að það verður ekki. Þetta var betra svona,“ sagði Ásdís. „Ég er í mínu besta formi nokkurn tímann. Ég var úti í Suður-Afríku í æfingabúðum í mars og kastaði þar lengst kastið á ferlinum. Ég var orðin spennt fyrir þessu og að eiga gott tímabil og enda þannig en nú verður maður bara að endurhugsa stöðuna.“ „Ég mun ekki fara á Ólympíuleika né EM en það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki kastað langt. Maður verður að setja fókus á það sem maður getur stjórnað en ekki hinu.“ Hún stendur enn við ákvörðunina að hætta og segir að það standi enn til. „Ég stend við þá ákvörðun að hætta. Því miður þá verður þetta að enda á engu stórmóti og ekki í landsliðsbúninginn einu sinni. Eitt ár er langur tími. Ef þú fengir að fylgja mér í gegnum æfingar í eina viku þá myndirðu skilja þetta betur,“ en hver er þá markmiðin það sem eftir lifir síðasta frjálsíþróttaársins? „Ég vonast til þess að fá að keppa og náð þessum löngu köstum. Úr því sem komið er, þá er það besta sem ég get vonast eftir að bæta Íslandsmetið.“ Klippa: Sportpakkinn - Ásdís fer ekki á stórmót
Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Sjá meira