Innlent

Fimm handteknir

Lögreglan í Keflavík handtók fimm í tveimur fíkniefnamálum á föstudagskvöldið. Voru fjórir handteknir í húsi í Keflavík, þar af tveir með amfetamín í fórum sínum. Húsleit var gerð með aðstoð leitarhunds og fundust fjögur grömm af meintu amfetamíni í ískáp.

Játaði einn af hinum handteknu að eiga það. Þeim var öllum sleppt að lokinni yfirheyrslu. Í hinu málinu var einn handtekinn og við leit í bifreið hans fannst bútur af meintu hassi. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×