Innlent

Ólafur Þór í efsta sæti

Ólafur Þór Gunnarsson varð efstur í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi sem var haldið í gær. Kosið var um fjögur efstu sætin og hafði verið ákveðið að listi flokksins skyldi verða fléttulisti.

Aðeins fullgildir flokksmenn í VGK höfðu kosningarétt í forvalinu. Vinstri grænir hlutu 6,1 prósent atkvæða í síðustu bæjarstjórnarkosningum og eiga því engan fulltrúa. Í öðru sæti í forvalinu lenti Guðbjörg Sveinsdóttir, Emil Hjörvar Petersen varð í því þriðja og Lára Jóna Þorsteinsdóttir endaði í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×