Sport

Marcello Lippi velur óreynt lið

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, hefur valið 19 leikmenn fyrir landsleikinn gegn Íslendingum í Padova á miðvikudag. Fjórir nýliðar voru valdir í liðið en aðeins þrír leikmenn sem léku með Ítölum í sigurleiknum gegn Skotum í undankeppni heimsmeistaramótsins um helgina eru í landsliðshópnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×