Sport

Leik aftur frestað vegna veðurs

Veðurguðirnir hafa sett allt úr skorðum á Players-mótinu í golfi á Sawgrass-vellinum í Flórída, en þriðja daginn í röð varð að fresta keppni vegna veðurs. Stormur og þrumuveður hafa sett strik í reikninginn en mótið heldur áfram síðdegis í dag og hefst bein útsending á Sýn klukkan sjö. Luke Donald frá Englandi og Joe Durant frá Bandaríkjunum eru efstir á 11 höggum undir pari, en keppendur þurfa að ljúka 72 holum á mótinu. Adam Scott, sem hefur titil að verja á mótinu, lék vel í gær og gæti blandað sér í toppslaginn, en hann fékk þrjá fugla á fjórum holum áður en keppni var frestað í gær. Tiger Woods er níu höggum á eftir efstu mönnum og Vijay Singh, stigahæsti kylfingur heims, er á tveimur höggum undir pari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×