Erlent

Þrjú þúsund sagt upp í New Orleans

Ray Nagin, borgarstjóri í New Orleans, tilkynnti í dag að þrjú þúsund starfsmönnum á vegum borgarinnar yrði sagt upp í kjölfar þess að fellibylirnir Katrín og Ríta riðu yfir borgina. Gríðarlegur fjáhagsvandi blasir við borgaryfirvöldum og telja þau að með uppsögnunum muni borgin spara á bilinu 300-500 milljónir króna á mánuði. Borgarstjórinn sagði enn fremur að staðan yrði endurmetin að tveimur mánuðum liðnum og að þá kæmi hugsanlega til frekari uppsagna hjá borginni, en alls starfa um 6000 manns á vegum hennar. Borgaryfirvöld höfðu reynt að fá fé úr ríkis- og alríkissjóðum ásamt því að leita til banka á svæðinu um lán en ekki fengust nægir peningar til að halda í allt starfsfólk en óttast er að ekki verði nægt fé til að halda úti allri nauðsynlegri þjónustu í borginni á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×