Erlent

Vilja skilja systurnar að

Bandarískur barnaskurðlæknir, Benjamin Carson, hefur boðist til að skilja að indversku systurnar Saba og Farah, tíu ára, en þær eru samvaxnar á höfði. Hann segir þó að frekari rannsókna sé þörf áður en hægt sé að ráðast í aðgerðina. Krónprinsinn af Abu Dhabi hefur boðist til að greiða fyrir verkið en það gæti hins vegar reynst afar flókið. Systurnar deila mikilvægum æðum í heila og Saba er nýrnalaus en Farah er með tvö. Af síamstvíburum að vera eru þær systur furðu ólíkar. Annarri þykir hrísgrjón góð en hinni ekki og þær skiptast á að sofa og vaka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×