Erlent

Hvattir til að hunsa kosningar

Armur hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak hvatti í dag súnníta til þess að sniðganga þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Íraks sem fram á að fara 15. október næstkomandi. Í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt voru á heimasíðu á Netinu segja þau að stjórnarskráin muni aðeins leiða til þess að tök Bandaríkjamanna á landinu muni harðna. Al-Qaida hefur hert árásir sínar á sjíta í Írak í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hafa hundruð manna látist síðustu vikur í tilræðum sem samtökin segjast bera ábyrgð á.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×