Erlent

Samvaxnir tvíburar fá styrk

Bandarískur skurðlæknir hefur gefið tíu ára indverskum síamstvíburum von um að mögulegt sé að aðskilja þá. Farah og Saba eru samfastar á höfði og deila að auki nýrum og hjartaslagæð. Doktor Benjamin Carson frá Johns Hopkins barnaspítalanum í Baltimore hefur boðist til að aðskilja systurnar, sýni frekari rannsóknir fram á að það sé hægt svo báðar lifi. Múhameð Zayed Al Nayhan sjeik, krónprins í Abu Dhabi ætlar að greiða allan kostnað, en hann las um stúlkurnar í dagblaði og ákvað að taka þær upp á sína arma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×