Erlent

Vildi ekki samlokur á matseðil

Eigandi lúxushótelsins D´Angleterre í Kaupmannahöfn hefur rekið meistarakokkinn Rasmus Kofoed fyrir að neita að setja meðal annars smurbrauð samlokur á matseðilinn. Í viðtali við danska dagblaðið Berlingske Tidende segir Kofoed að sér hafi verið hent út af hótelinu á föstudag vegna mótmæla sinna, en hann varð í þriðja sæti á heimsmeistarmót matreiðslumanna í Frakklandi í vor. Eigandi hótelsins, Henning Remmen, sakar Kofoed um að hafa brotið heiðursmannasamkomulag með því að greina frá ástæðu brottvikningarinnar og segir að úr því að hann hafi kosið að gera það verði honum svarað með hörku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×