Erlent

Mótmæltu einkavæðingu í Frakklandi

Um milljón verkamenn lögðu niður vinnu og gengu um götur borga í Frakklandi í dag til þess að mótmæla fyrirhuguðum efnahagsumbótum í landinu. Mótmælendur andmæltu einkavæðingu ýmissa ríkisfyrirtækja auk þess sem sífellt lakari lífskjörum í landinu var mótmælt. Tafir urðu á lestar- og strætósamgöngum víða í Frakklandi og sömuleiðis tafir á flugi til og frá París. Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda á Korsíku en þar hafa verið mikil mótmæli vegna áætlunar um að selja ferjufélag í eigu ríkisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×