Erlent

Með líkið heima í 20 ár

Háskólaprófessor á Indlandi sem lést nýlega var jarðsettur í sömu gröf og móðir hans. Það sem er enn athyglisverðara er að móðir mannsins lést fyrir tuttugu árum og hafði hann geymt líkið í glerkistu á heimili sínu öll þessi ár. Ástæðuna sagði hann vera þá að hann elskaði móður sína einfaldlega það mikið að hann gæti ekki hugsað sér að þau yrðu nokkurn tímann aðskilin. Fyrrverandi eiginkona prófessorsins gat hins vegar vel hugsað sér aðskilnað eftir að hafa látið athæfið yfir sig ganga í nokkur ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×