Ekki á leið til Íslands í bráð 18. júlí 2007 00:30 Chloe Ophelia flutti til Bretlands í nóvember en áður starfaði hún sem fyrirsæta á Indlandi. Hún ætlar sér að læra arkitektúr í Newcastle og dreymir um að opna eigin arkitektastofu í framtíðinni. Fyrirsætan Chloe Ophelia Gorbulew sest á skólabekk í Northumbria University í Newcastle í haust, en þar hyggst hún læra arkitektúr. „Mig hefur lengi dreymt um að læra arkitektúr,“ segir Chloe. „Ég kláraði listnámsbraut í Iðnskólanum í Reykjavík og ætlaði alltaf í skóla í Kaupmannahöfn. Það datt upp fyrir þannig að ég flutti hingað, fann þennan fína skóla og komst inn. Ég er mjög sátt við það. Hér er meiri áhersla lögð á verkfræðihliðina en víða annars staðar enda er skólinn þekktur fyrir stóra og öfluga verkfræðideild. Við fáum því ekki að teikna skrautbyggingar sem ómögulegt er að byggja,“ segir hún og hlær. Námið er til BA gráðu og tekur þrjú ár. „Svo er hægt að fara ýmsar leiðir í þessu eftir það. Mér skilst reyndar að þeir sem kláruðu BA námið síðast hafi margir hverjir strax fengið spennandi atvinnutilboð í Bandaríkjunum og víðar. Ef maður yrði svo heppinn væri gaman að prófa það og huga svo að mastersnámi síðar.“ Chloe hefur búið í Bretlandi síðan í lok nóvember en fyrir þann tíma starfaði hún sem fyrirsæta á Indlandi fyrir Eskimo. Hún segir dvölina á Indlandi hafa verið lærdómsríka. „Indland var æðislegt. Það er gaman að upplifa eitthvað sem er svona allt öðruvísi. Maður lærði helling og kynntist frábæru fólki. Svo lærði ég að kunna að meta indverska matargerð enda sást það á manni þegar maður kom tilbaka!“ Sem fyrr segir hefst námið ekki fyrr en í haust en Chloe starfar í augnablikinu sem útstillingahönnuður í húsgagnaversluninni Ilva. „Keðjan var keypt af Íslendingum snemma á árinu. Maður virðist einhvern veginn alltaf enda á því að vinna fyrir Íslendinga hvar sem maður er,“ segir Chloe hlæjandi. Hún býr í parhúsi í Newcastle ásamt kærasta sínum, Árna Elliott Swinford og hundinum þeirra. „Við getum leigt hús í Newcastle fyrir helmingi minni pening en við myndum borga fyrir litla tveggja herbergja íbúð í London. Það var ein af ástæðum þess að ég hafði ekki áhuga á að vera þar, það er einfaldlega of erfitt að draga fram lífið.“ Chloe segir að draumurinn sé að eignast eigin arkitektastofu í framtíðinni. Hún segist jafnframt ekki vera á heimleið í bráð. „Við erum alveg til í að flytja til Íslands einhvern tímann en það er ekki á dagskránni í bráð. Draumurinn er að stofna stofu, búa í húsi eftir sjálfa mig og vinna við að teikna falleg hús fyrir fólk - að skilja eitthvað eftir sig.“ Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Fyrirsætan Chloe Ophelia Gorbulew sest á skólabekk í Northumbria University í Newcastle í haust, en þar hyggst hún læra arkitektúr. „Mig hefur lengi dreymt um að læra arkitektúr,“ segir Chloe. „Ég kláraði listnámsbraut í Iðnskólanum í Reykjavík og ætlaði alltaf í skóla í Kaupmannahöfn. Það datt upp fyrir þannig að ég flutti hingað, fann þennan fína skóla og komst inn. Ég er mjög sátt við það. Hér er meiri áhersla lögð á verkfræðihliðina en víða annars staðar enda er skólinn þekktur fyrir stóra og öfluga verkfræðideild. Við fáum því ekki að teikna skrautbyggingar sem ómögulegt er að byggja,“ segir hún og hlær. Námið er til BA gráðu og tekur þrjú ár. „Svo er hægt að fara ýmsar leiðir í þessu eftir það. Mér skilst reyndar að þeir sem kláruðu BA námið síðast hafi margir hverjir strax fengið spennandi atvinnutilboð í Bandaríkjunum og víðar. Ef maður yrði svo heppinn væri gaman að prófa það og huga svo að mastersnámi síðar.“ Chloe hefur búið í Bretlandi síðan í lok nóvember en fyrir þann tíma starfaði hún sem fyrirsæta á Indlandi fyrir Eskimo. Hún segir dvölina á Indlandi hafa verið lærdómsríka. „Indland var æðislegt. Það er gaman að upplifa eitthvað sem er svona allt öðruvísi. Maður lærði helling og kynntist frábæru fólki. Svo lærði ég að kunna að meta indverska matargerð enda sást það á manni þegar maður kom tilbaka!“ Sem fyrr segir hefst námið ekki fyrr en í haust en Chloe starfar í augnablikinu sem útstillingahönnuður í húsgagnaversluninni Ilva. „Keðjan var keypt af Íslendingum snemma á árinu. Maður virðist einhvern veginn alltaf enda á því að vinna fyrir Íslendinga hvar sem maður er,“ segir Chloe hlæjandi. Hún býr í parhúsi í Newcastle ásamt kærasta sínum, Árna Elliott Swinford og hundinum þeirra. „Við getum leigt hús í Newcastle fyrir helmingi minni pening en við myndum borga fyrir litla tveggja herbergja íbúð í London. Það var ein af ástæðum þess að ég hafði ekki áhuga á að vera þar, það er einfaldlega of erfitt að draga fram lífið.“ Chloe segir að draumurinn sé að eignast eigin arkitektastofu í framtíðinni. Hún segist jafnframt ekki vera á heimleið í bráð. „Við erum alveg til í að flytja til Íslands einhvern tímann en það er ekki á dagskránni í bráð. Draumurinn er að stofna stofu, búa í húsi eftir sjálfa mig og vinna við að teikna falleg hús fyrir fólk - að skilja eitthvað eftir sig.“
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira