„Var að gæla við það að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. apríl 2020 20:00 Snorri Steinn hvetur sína menn áfram. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari deildarmeistara Vals í Olís-deild karla sér jafn mikið á eftir EHF-keppninni eins og úrslitakeppninni hér heima en það varð ljóst í dag að Valur myndi ekki spila meir í EHF-bikarnum þetta árið. Valsmenn áttu að mæta Haldum frá Noregi í 8-liða úrslitunum í byrjun júní en eftir tilkynningu frá EHF í dag varð ljóst að búið væri að blása keppnina af. Snorri segir að hann hafi verið viðbúinn undir þessi skilaboð en þó sé þetta súrt. „Ég átti ekki von á því að fara spila 7. eða 8. júní eins og fyrst var gert ráð fyrir. Þetta kemur ekki á óvart en þetta er fúlt og svekkjandi að þetta hafi farið svona. Við vorum á góðu róli og það hefði verið mjög gaman að klára þessa keppni,“ sagði Snorri í Sportpakkanum í kvöld. „Við áttum mjög góðan séns. Ekki bara að komast í átta liða úrslitin. Við hefðum getað unnið þessa keppni. Það er klárt mitt mat. Við hefðum getað tapað fyrir þessu norska liði og dottið út í átta liða. Það voru fín lið sem voru eftir.“ Hann segir að mikið sé hægt að ræða um þessa keppni en hún sé góð fyrir íslensku liðin og passi fínt gæðalega séð. „Þessi keppni; það er hægt að segja margt um hana en hún hentar íslenskum liðum mjög vel. Standardinn á henni er þannig að lið eins og Valur eru hátt skrifaðir í henni. Það hefði verið gaman að láta reyna á þetta og ég sé alveg jafn mikið á eftir Evrópukeppninni og úrslitakeppninni til dæmis,“ en kom þetta honum á óvart? „Já og nei. Þegar mótið hérna heima var blásið af þá sá maður í hvað stefndi. Auðvitað hefur þetta verið hjá okkur eins og hjá öllum öðrum; einhver fjarþjálfun og það er undir mönnunum sjálfum komið hversu duglegir þeir eru. Það stendur til að byrja æfa 4. maí eftir þessum fyrirmælum.“ „Ég átti ekki von á því að þessir leikir færu fram í júní en ég viðurkenni að ég var að gæla við að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu og setja þetta á í ágúst. Þá fengjum við skemmtilega æfingaleiki.“ Allt viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Snorri Steinn Handbolti Sportpakkinn Valur Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari deildarmeistara Vals í Olís-deild karla sér jafn mikið á eftir EHF-keppninni eins og úrslitakeppninni hér heima en það varð ljóst í dag að Valur myndi ekki spila meir í EHF-bikarnum þetta árið. Valsmenn áttu að mæta Haldum frá Noregi í 8-liða úrslitunum í byrjun júní en eftir tilkynningu frá EHF í dag varð ljóst að búið væri að blása keppnina af. Snorri segir að hann hafi verið viðbúinn undir þessi skilaboð en þó sé þetta súrt. „Ég átti ekki von á því að fara spila 7. eða 8. júní eins og fyrst var gert ráð fyrir. Þetta kemur ekki á óvart en þetta er fúlt og svekkjandi að þetta hafi farið svona. Við vorum á góðu róli og það hefði verið mjög gaman að klára þessa keppni,“ sagði Snorri í Sportpakkanum í kvöld. „Við áttum mjög góðan séns. Ekki bara að komast í átta liða úrslitin. Við hefðum getað unnið þessa keppni. Það er klárt mitt mat. Við hefðum getað tapað fyrir þessu norska liði og dottið út í átta liða. Það voru fín lið sem voru eftir.“ Hann segir að mikið sé hægt að ræða um þessa keppni en hún sé góð fyrir íslensku liðin og passi fínt gæðalega séð. „Þessi keppni; það er hægt að segja margt um hana en hún hentar íslenskum liðum mjög vel. Standardinn á henni er þannig að lið eins og Valur eru hátt skrifaðir í henni. Það hefði verið gaman að láta reyna á þetta og ég sé alveg jafn mikið á eftir Evrópukeppninni og úrslitakeppninni til dæmis,“ en kom þetta honum á óvart? „Já og nei. Þegar mótið hérna heima var blásið af þá sá maður í hvað stefndi. Auðvitað hefur þetta verið hjá okkur eins og hjá öllum öðrum; einhver fjarþjálfun og það er undir mönnunum sjálfum komið hversu duglegir þeir eru. Það stendur til að byrja æfa 4. maí eftir þessum fyrirmælum.“ „Ég átti ekki von á því að þessir leikir færu fram í júní en ég viðurkenni að ég var að gæla við að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu og setja þetta á í ágúst. Þá fengjum við skemmtilega æfingaleiki.“ Allt viðtalið við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Snorri Steinn
Handbolti Sportpakkinn Valur Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira