Innlent

Lyfjafræðideild HÍ með bestu skil á einkunnum

Stefanía Sigurðardóttir formaður Menntamálanefndar veitir Sigurði
Brynjólfssyni deildarforseta verkfræðideildar viðurkenningu
Stefanía Sigurðardóttir formaður Menntamálanefndar veitir Sigurði Brynjólfssyni deildarforseta verkfræðideildar viðurkenningu

Skrifstofustjórar og deildarforsetar lyfjafræðideildar, viðskipta- og hagfræðideildar og verkfræðideildar við Háskóla Íslands, fengu á föstudag afhentar viðurkenningar fyrir góða frammistöðu við einkunnaskil. Viðurkenningarnar koma frá fulltrúum stúdenta við Háskóla Íslands en það hefur lengi verið baráttumál stúdenta að einkunnaskil séu innan þeirra marka sem lög og reglur skólans kveða á um. Það var þó lyfjafræðideild sem stóð sig best í skil á einkunnum en hlutfall skila á réttum tíma var 92%. Verkfærðideild var í öðru sæti og viðskipta- og hagfræðideild var í því þriðja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×