Síðasta dreifing fyrir Landgræðslu 10. maí 2005 00:01 Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson hóf í gær sína síðustu áburðardreifingu á vegum Landgræðslunnar og lýkur fluginu í næstu viku. Í næsta mánuði verður þessi fornfræga flugvél afhent Þristavinafélaginu sem vonast til geta haldið henni áfram flughæfri. Landgræðsluvélin Páll Sveinsson er að sinna sínu síðasta verkefni á vegum Landgræðslunnar. Búið er að dæla fjórum tonnum af áburði um borð og búið að fylla hana af eldsneyti. Það er því ekkert að vanbúnaði að ræsa hreyflana. Fátt vekur jafn mikla hrifningu íslenskra flugáhugamanna en að sjá þessa fornu flugvél fara af stað á vorin. Í þeirra augum er hún vorboðinn ljúfi. Björn Bjarnason, umsjónarmaður áburðarflugs, segir að það lifni yfir fólki í borginni og það hringi í hann og tjái honum að því finnist gaman að heyra í vélinni. Jafnvel vélarhljóðin þykja fegurri en í öðrum vélum. Annað einkenni er stélhjólið en hún er stærsta stélhjólsflugvél landsins og vegna þessa sérkennis er flugtakið óvenjulegt að því leyti að hún lyftir stélinu snemma í flugtaksbruninu löngu áður en hún sjálf tekst á loft. Og þá fyrst fá flugmennirnir þokkalega sýn á flugbrautina. Það er verið að leggja upp í tíu mínútna flug austur í Selvog. Þar á að sleppa áburðarfarminum á sandflæmi sem verið er að græða upp vestur af Þorlákshöfn. Flogið er með fram Kleifarvatni og stefnan tekin á Strandarkirkju. Þegar byggðin í Selvogi nálgast er flugið lækkað niður í um 200 fet. Flugmennirnir þeir Tómas Dagur Helgason og Sverrir Þórólfsson, búa sig undir að hefja áburðardreifinguna en það tekur um þrjár mínútur að losa farminn. Að þessu sinni tekur áburðaflug sumarsins aðeins sjö daga og því verður lokið upp úr næstu helgi. Aðspurður hvort honum finnist ekki synd að nýta vélina ekki meira en raunin er segir Björn að vélin sé einn afkastamesti áburðardreifari á Íslandi og það væri gaman ef hún fengi að gera svolítið meira. Næg séu verkefnin. Björn segir að meiri vinna sé unnin með tækjum á jörðu niðri, en bæði bændur og Landgræðslan græði landið. Flugmennirnir eru báðir flugstjórar hjá Flugleiðum. Svo vill til að flugstjórinn, Tómas Dagur, er formaður nýstofnaðs Þristavinafélags. Hann segir að Þristavinafélagið fái vélina afhenta í júní. Þá muni félagið væntaleg dreifa áfram áburði fyrir Landgræsluna og eins ætli félagið að reyna að fá fyrirtæki í landinu til að hjálpa til við uppgræðsluna og að halda vélinn gangandi. Aðspurður hvað það sé við vélina sem heilli flugmenn svo mikið segir flugmaðurinn Sverrir Þórólfsson að það sé karakterinn í henni. Hún sé einstök og skemmtileg en erfitt sé að útskýra það betur. Hún er komin á sjötugsaldur, var smíðuð sem herflugvél árið 1943. Flugfélag Íslands eignaðist vélina eftir stríð árið 1946 og hét hún Gljáfaxi til ársins 1973 að Landgræðslan hlaut hana að gjöf. Um fjögurhundruð manns hafa þegar gengið í Þristavinafélagið. Enn er hægt að gerast stofnfélagi með því að skrá sig á heimasíðu Landgræðslunnar og á síðunni dc-3.is. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson hóf í gær sína síðustu áburðardreifingu á vegum Landgræðslunnar og lýkur fluginu í næstu viku. Í næsta mánuði verður þessi fornfræga flugvél afhent Þristavinafélaginu sem vonast til geta haldið henni áfram flughæfri. Landgræðsluvélin Páll Sveinsson er að sinna sínu síðasta verkefni á vegum Landgræðslunnar. Búið er að dæla fjórum tonnum af áburði um borð og búið að fylla hana af eldsneyti. Það er því ekkert að vanbúnaði að ræsa hreyflana. Fátt vekur jafn mikla hrifningu íslenskra flugáhugamanna en að sjá þessa fornu flugvél fara af stað á vorin. Í þeirra augum er hún vorboðinn ljúfi. Björn Bjarnason, umsjónarmaður áburðarflugs, segir að það lifni yfir fólki í borginni og það hringi í hann og tjái honum að því finnist gaman að heyra í vélinni. Jafnvel vélarhljóðin þykja fegurri en í öðrum vélum. Annað einkenni er stélhjólið en hún er stærsta stélhjólsflugvél landsins og vegna þessa sérkennis er flugtakið óvenjulegt að því leyti að hún lyftir stélinu snemma í flugtaksbruninu löngu áður en hún sjálf tekst á loft. Og þá fyrst fá flugmennirnir þokkalega sýn á flugbrautina. Það er verið að leggja upp í tíu mínútna flug austur í Selvog. Þar á að sleppa áburðarfarminum á sandflæmi sem verið er að græða upp vestur af Þorlákshöfn. Flogið er með fram Kleifarvatni og stefnan tekin á Strandarkirkju. Þegar byggðin í Selvogi nálgast er flugið lækkað niður í um 200 fet. Flugmennirnir þeir Tómas Dagur Helgason og Sverrir Þórólfsson, búa sig undir að hefja áburðardreifinguna en það tekur um þrjár mínútur að losa farminn. Að þessu sinni tekur áburðaflug sumarsins aðeins sjö daga og því verður lokið upp úr næstu helgi. Aðspurður hvort honum finnist ekki synd að nýta vélina ekki meira en raunin er segir Björn að vélin sé einn afkastamesti áburðardreifari á Íslandi og það væri gaman ef hún fengi að gera svolítið meira. Næg séu verkefnin. Björn segir að meiri vinna sé unnin með tækjum á jörðu niðri, en bæði bændur og Landgræðslan græði landið. Flugmennirnir eru báðir flugstjórar hjá Flugleiðum. Svo vill til að flugstjórinn, Tómas Dagur, er formaður nýstofnaðs Þristavinafélags. Hann segir að Þristavinafélagið fái vélina afhenta í júní. Þá muni félagið væntaleg dreifa áfram áburði fyrir Landgræsluna og eins ætli félagið að reyna að fá fyrirtæki í landinu til að hjálpa til við uppgræðsluna og að halda vélinn gangandi. Aðspurður hvað það sé við vélina sem heilli flugmenn svo mikið segir flugmaðurinn Sverrir Þórólfsson að það sé karakterinn í henni. Hún sé einstök og skemmtileg en erfitt sé að útskýra það betur. Hún er komin á sjötugsaldur, var smíðuð sem herflugvél árið 1943. Flugfélag Íslands eignaðist vélina eftir stríð árið 1946 og hét hún Gljáfaxi til ársins 1973 að Landgræðslan hlaut hana að gjöf. Um fjögurhundruð manns hafa þegar gengið í Þristavinafélagið. Enn er hægt að gerast stofnfélagi með því að skrá sig á heimasíðu Landgræðslunnar og á síðunni dc-3.is.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira