Innlent

Ánægður með afstöðu Grindavíkur vegna fyrningar kvóta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eiríkur Tómasson fagnar afstöðu Grindavíkurbæjar.
Eiríkur Tómasson fagnar afstöðu Grindavíkurbæjar.

„Ég er mjög ánægður með að þeir skuli taka þessa afstöðu," segir Eiríkur Tómasson, útgerðarmaður í Grindavík, um bókun bæjarráðs Grindavíkurbæjar vegna hugmynda um fyrningu á veiðiheimildum.

Í yfirlýsingunni kemur fram að bæjaryfirvöld í Grindavík séu sammála um að fyrningarleiðin sé ekki ásættanleg fyrir byggðina og hafna því harðlega að hún verði farin núna. Bæjarbúar í Grindavík hafi alltaf verið sammála um að sjávarútvegur sé lífæðin og grundvallaratvinnugrein byggðarinnar. Grindvíkingar hafa oftar en einu sinni verið settir í óvissu vegna umræðu innan stjórnmálaflokka um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Mikilvægt er að skapa ró um sjávarútveg og fiskvinnslu þannig að horfa megi til lengri tíma.

Eiríkur segir að fyrirtæki hans hafi verið starfandi í sextíu ár en undanfarið hafi mikill kvóti verið keyptur. Og ég get ekki séð að það sé nokkuð réttlæti fólgið í því að taka af fólki sem hefur verið selt því samkvæmt lögum frá Alþingi," segir Eiríkur. Hann segir að fyrirtækið sé skuldsett vegna þess og sé ennþá skuldsettara eftir bankahrunið. „ Og við erum að berjast við að halda þessu í horfinu," segir Eiríkur. Hann segir að 5% veiðiheimildir fyrnist á ári muni fyrirtækið þurfa að leggja einum bát fyrsta árið og einum bát á tveggja ára fresti eftir það.

Þess má geta að Samfylkingin mynda meirihluta í bæjarstjórn og bæjarráði Grindavíkurbæjar með Framsóknarflokknum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×