Lífið

Scarlett Johansson ekki að leita að kærasta

Scarlett Johansson er laus og liðug
Scarlett Johansson er laus og liðug MYND/Getty Images

Leikkonan Scarlett Johansson, sem bendluð hefur verið við söngvarann Justin Timberlake, gefur lítið fyrir þær sögusagnir en sést hefur til þeirra úti að skemmta sér saman undanfarið. Kemur þetta fram í nýjasta tölublaði Seventeen.

,,Í dag búum við við það að ef tvær frægar manneskjur eru einhleypar, þá eru þær alltaf sagðar vera með einhverjum, einum aðra vikuna og öðrum þá næstu," segir Scarlett og vísar til sögusagna um samband hennar og leikkonunnar Jessicu Biel við Justin Timberlake.

Scarlett var áður með leikaranum Josh Hartnett, en kveðst ekki vera að leita sér að kærasta núna. ,,Þegar ég er á lausu, þá get ég ekki einbeitt mér að strákum. Ég get einbeitt mér að einum strák, ef hann er kærastinn minn, en ég er ekkert að flýta mér að því að finna kærasta. Maður finnur aldrei neinn ef maður er að leita."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.