Ásdís Rán hlær að lygasögum búlgarska fjölmiðla 13. febrúar 2010 05:00 Ásdís Rán segir fjölmiðla í Búlgaríu reglulega skálda um sig sögur. fréttablaðið/anton brink „Þeir eru alltaf að búa til einhverjar sögur um mig vegna þess að ég er vinsæl hérna. Þeir spyrja mig ekki einu sinni,“ segir fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og hlær. Búlgarski fréttamiðillinn Blitz.bg fullyrti í gær að rannsókn væri í gangi hjá óþekktu dagblaði um meint framhjáhald Ásdísar Ránar. Þar kom fram að Ásdís, sem er gift fótboltamanninum Garðari Gunnlaugssyni, ætti ástmenn á Íslandi og í Búlgaríu. Þegar líða tók á daginn höfðu fleiri vefmiðlar tekið fréttina upp, en Ásdís lætur sér fátt um finnast og segir að fólk í Búlgaríu ekki taka slíkar fréttir ekki alvarlega. „Allt sem þeir skrifa snertir okkur ekki og er búið til,“ segir hún. „Þessar fréttir eru ekki teknar alvarlega í Búlgaríu. Það vita allir að þetta er bara eitthvað rugl, þessar sögur koma um alla sem eru frægir hérna. Um daginn var saga um að einn í fótboltaliðinu hans Garðars væri svo ástfanginn af mér að hann skildi við konuna sína útaf mér. Ég hef aldrei hitt hann! Ég veit ekki hvort þetta var satt eða ekki, en þetta var í öllum blöðum.“ Spurð hvort hún hafi látið athuga réttarstöðu sína gagnvart fjölmiðlunum ytra, segist Ásdís ekki hafa gert það, enda séu flestar sögurnar fyndnar. „Það er ekkert á bakvið þessar sögur, þeir nefna aldrei nöfn, hvað gerðist eða hvenær,“ segir hún. „En sögurnar eru yfirleitt ekki slæmar, bara fyndnar.“ Fréttablaðið hafði samband við blaðamann vefsíðunnar Blitz.bg. Hann vildi ekki gefa upp hvaðan sagan væri sprottin og benti á að dagblað væri að rannsaka málið. Aðspurður hvort dagblaðið væri Búlgarskt sagðist hann ekki vita það, en taldi þó að það væri annað hvort enskt eða íslenskt. Og það er nóg að gerast hjá Ásdísi og fjölskyldu, en fjölmiðlar greindu frá því í gær að Garðar Gunnlaugsson, eiginmaður Ásdísar, hafi skrifað undir hjá austurríska úrvalsdeildarliðinu LASK Linz. Samningur Garðars gildir út tímabilið, sem endar í maí, en Ásdís segist ekki ætla að flytja til Austurríkis. „Ég verð örugglega með annan fótinn þar,“ segir hún. „Ég er með fullt í gangi hérna. Þetta er svo stuttur samningur og það þýðir ekkert fyrir mig að fara að veseneast með krakkana til Austurríkis.“ atlifannar@frettabladid.is. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
„Þeir eru alltaf að búa til einhverjar sögur um mig vegna þess að ég er vinsæl hérna. Þeir spyrja mig ekki einu sinni,“ segir fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og hlær. Búlgarski fréttamiðillinn Blitz.bg fullyrti í gær að rannsókn væri í gangi hjá óþekktu dagblaði um meint framhjáhald Ásdísar Ránar. Þar kom fram að Ásdís, sem er gift fótboltamanninum Garðari Gunnlaugssyni, ætti ástmenn á Íslandi og í Búlgaríu. Þegar líða tók á daginn höfðu fleiri vefmiðlar tekið fréttina upp, en Ásdís lætur sér fátt um finnast og segir að fólk í Búlgaríu ekki taka slíkar fréttir ekki alvarlega. „Allt sem þeir skrifa snertir okkur ekki og er búið til,“ segir hún. „Þessar fréttir eru ekki teknar alvarlega í Búlgaríu. Það vita allir að þetta er bara eitthvað rugl, þessar sögur koma um alla sem eru frægir hérna. Um daginn var saga um að einn í fótboltaliðinu hans Garðars væri svo ástfanginn af mér að hann skildi við konuna sína útaf mér. Ég hef aldrei hitt hann! Ég veit ekki hvort þetta var satt eða ekki, en þetta var í öllum blöðum.“ Spurð hvort hún hafi látið athuga réttarstöðu sína gagnvart fjölmiðlunum ytra, segist Ásdís ekki hafa gert það, enda séu flestar sögurnar fyndnar. „Það er ekkert á bakvið þessar sögur, þeir nefna aldrei nöfn, hvað gerðist eða hvenær,“ segir hún. „En sögurnar eru yfirleitt ekki slæmar, bara fyndnar.“ Fréttablaðið hafði samband við blaðamann vefsíðunnar Blitz.bg. Hann vildi ekki gefa upp hvaðan sagan væri sprottin og benti á að dagblað væri að rannsaka málið. Aðspurður hvort dagblaðið væri Búlgarskt sagðist hann ekki vita það, en taldi þó að það væri annað hvort enskt eða íslenskt. Og það er nóg að gerast hjá Ásdísi og fjölskyldu, en fjölmiðlar greindu frá því í gær að Garðar Gunnlaugsson, eiginmaður Ásdísar, hafi skrifað undir hjá austurríska úrvalsdeildarliðinu LASK Linz. Samningur Garðars gildir út tímabilið, sem endar í maí, en Ásdís segist ekki ætla að flytja til Austurríkis. „Ég verð örugglega með annan fótinn þar,“ segir hún. „Ég er með fullt í gangi hérna. Þetta er svo stuttur samningur og það þýðir ekkert fyrir mig að fara að veseneast með krakkana til Austurríkis.“ atlifannar@frettabladid.is.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“