Ásdís Rán hlær að lygasögum búlgarska fjölmiðla 13. febrúar 2010 05:00 Ásdís Rán segir fjölmiðla í Búlgaríu reglulega skálda um sig sögur. fréttablaðið/anton brink „Þeir eru alltaf að búa til einhverjar sögur um mig vegna þess að ég er vinsæl hérna. Þeir spyrja mig ekki einu sinni,“ segir fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og hlær. Búlgarski fréttamiðillinn Blitz.bg fullyrti í gær að rannsókn væri í gangi hjá óþekktu dagblaði um meint framhjáhald Ásdísar Ránar. Þar kom fram að Ásdís, sem er gift fótboltamanninum Garðari Gunnlaugssyni, ætti ástmenn á Íslandi og í Búlgaríu. Þegar líða tók á daginn höfðu fleiri vefmiðlar tekið fréttina upp, en Ásdís lætur sér fátt um finnast og segir að fólk í Búlgaríu ekki taka slíkar fréttir ekki alvarlega. „Allt sem þeir skrifa snertir okkur ekki og er búið til,“ segir hún. „Þessar fréttir eru ekki teknar alvarlega í Búlgaríu. Það vita allir að þetta er bara eitthvað rugl, þessar sögur koma um alla sem eru frægir hérna. Um daginn var saga um að einn í fótboltaliðinu hans Garðars væri svo ástfanginn af mér að hann skildi við konuna sína útaf mér. Ég hef aldrei hitt hann! Ég veit ekki hvort þetta var satt eða ekki, en þetta var í öllum blöðum.“ Spurð hvort hún hafi látið athuga réttarstöðu sína gagnvart fjölmiðlunum ytra, segist Ásdís ekki hafa gert það, enda séu flestar sögurnar fyndnar. „Það er ekkert á bakvið þessar sögur, þeir nefna aldrei nöfn, hvað gerðist eða hvenær,“ segir hún. „En sögurnar eru yfirleitt ekki slæmar, bara fyndnar.“ Fréttablaðið hafði samband við blaðamann vefsíðunnar Blitz.bg. Hann vildi ekki gefa upp hvaðan sagan væri sprottin og benti á að dagblað væri að rannsaka málið. Aðspurður hvort dagblaðið væri Búlgarskt sagðist hann ekki vita það, en taldi þó að það væri annað hvort enskt eða íslenskt. Og það er nóg að gerast hjá Ásdísi og fjölskyldu, en fjölmiðlar greindu frá því í gær að Garðar Gunnlaugsson, eiginmaður Ásdísar, hafi skrifað undir hjá austurríska úrvalsdeildarliðinu LASK Linz. Samningur Garðars gildir út tímabilið, sem endar í maí, en Ásdís segist ekki ætla að flytja til Austurríkis. „Ég verð örugglega með annan fótinn þar,“ segir hún. „Ég er með fullt í gangi hérna. Þetta er svo stuttur samningur og það þýðir ekkert fyrir mig að fara að veseneast með krakkana til Austurríkis.“ atlifannar@frettabladid.is. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
„Þeir eru alltaf að búa til einhverjar sögur um mig vegna þess að ég er vinsæl hérna. Þeir spyrja mig ekki einu sinni,“ segir fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og hlær. Búlgarski fréttamiðillinn Blitz.bg fullyrti í gær að rannsókn væri í gangi hjá óþekktu dagblaði um meint framhjáhald Ásdísar Ránar. Þar kom fram að Ásdís, sem er gift fótboltamanninum Garðari Gunnlaugssyni, ætti ástmenn á Íslandi og í Búlgaríu. Þegar líða tók á daginn höfðu fleiri vefmiðlar tekið fréttina upp, en Ásdís lætur sér fátt um finnast og segir að fólk í Búlgaríu ekki taka slíkar fréttir ekki alvarlega. „Allt sem þeir skrifa snertir okkur ekki og er búið til,“ segir hún. „Þessar fréttir eru ekki teknar alvarlega í Búlgaríu. Það vita allir að þetta er bara eitthvað rugl, þessar sögur koma um alla sem eru frægir hérna. Um daginn var saga um að einn í fótboltaliðinu hans Garðars væri svo ástfanginn af mér að hann skildi við konuna sína útaf mér. Ég hef aldrei hitt hann! Ég veit ekki hvort þetta var satt eða ekki, en þetta var í öllum blöðum.“ Spurð hvort hún hafi látið athuga réttarstöðu sína gagnvart fjölmiðlunum ytra, segist Ásdís ekki hafa gert það, enda séu flestar sögurnar fyndnar. „Það er ekkert á bakvið þessar sögur, þeir nefna aldrei nöfn, hvað gerðist eða hvenær,“ segir hún. „En sögurnar eru yfirleitt ekki slæmar, bara fyndnar.“ Fréttablaðið hafði samband við blaðamann vefsíðunnar Blitz.bg. Hann vildi ekki gefa upp hvaðan sagan væri sprottin og benti á að dagblað væri að rannsaka málið. Aðspurður hvort dagblaðið væri Búlgarskt sagðist hann ekki vita það, en taldi þó að það væri annað hvort enskt eða íslenskt. Og það er nóg að gerast hjá Ásdísi og fjölskyldu, en fjölmiðlar greindu frá því í gær að Garðar Gunnlaugsson, eiginmaður Ásdísar, hafi skrifað undir hjá austurríska úrvalsdeildarliðinu LASK Linz. Samningur Garðars gildir út tímabilið, sem endar í maí, en Ásdís segist ekki ætla að flytja til Austurríkis. „Ég verð örugglega með annan fótinn þar,“ segir hún. „Ég er með fullt í gangi hérna. Þetta er svo stuttur samningur og það þýðir ekkert fyrir mig að fara að veseneast með krakkana til Austurríkis.“ atlifannar@frettabladid.is.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira