Eiríkur Finnur Greipsson er efstur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði þegar 421 atkvæði hefur verið talið. Mikil þátttaka var í prófkjörinu og í upphafi kjörfundar voru 849 á kjörskrá. Mikið var um nýskráningar í flokkinn að því er fram kemur á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins og ekki er endanlega ljóst hve margir eru á kjörskrá.
Þegar talin hafa verið 421 atkvæði er staða efstu manna þessi:
1. Eiríkur Finnur Greipsson með 246 atkvæði í 1. sæti
2. Gísli H. Halldórsson með 152 atkvæði í 1.-2. sæti
3. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir með 197 atkvæði í 1.-3. sæti
4. Margrét Halldórsdóttir með 201 atkvæði í 1.-4. sæti
5. Kristín Hálfdánsdóttir með 248 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Guðný Stefanía Stefánsdóttir með 286 atkvæði í 1.-6. sæti