Lífið

Pavarotti minnst um heim allan

Pavarotti lést 6. september síðastliðinn 71 árs að aldri
Pavarotti lést 6. september síðastliðinn 71 árs að aldri MYND/Getty

Röð minningarathafna um stórtenórinn Luciano Pavarotti hefst þann sjötta október næstkomandi en þá verður liðinn mánuður frá því að söngvarinn lést úr briskirtilskrabbameini.

Sýningarnar fara fram í um 90 ítölskum menningarmiðstöðvum um heim allan og verða upptökur í eigu ítalska ríkissjónvarpsins meðal annars til sýnis. Þá verður boðið upp á ljósmyndasýningar, tónleika- og viðtalsupptökur.

Utanríkisráðherra Ítalíu segir í yfirlýsingu að markmiðið sé að miðla stærstu viðburðunum í lífi söngvarans til sem flestra. Pavarotti var ein skærasta stjarna Ítalíu fyrr og síðar og hafa plötur hans selst í meira en 100 milljónum eintaka um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.