Innlent

Umferðin um hringveginn minnaði verulega í nóvember

Umferðin um hringveginn reyndist heilum 6,4 prósentum minni í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt talningu Vegargerðarinnar á 16 stöðum við veginn.

Þetta er minni umferð en nokkru sinni hefur mælst, síðan talning hófst árið 2005 og 4,5 prósentum minni en í nóvember það ár.

Samdráttur varð á öllum landssvæðum, en langmestur á Austurlandi þar sem hann varð 27,5 prósent. Vegagerðin telur að slæmt tíðarfar skýri samdráttinn að verulegu leiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×