Innlent

Of Monsters and Men mæta aftur til Jay Leno í kvöld

Jay Leno ásamt nokkrum meðlimum hljómsveitarinnar Of Monsters and Men.
Jay Leno ásamt nokkrum meðlimum hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Mynd/Facebooksíða OMAM
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men munu koma fram í Tonight Show, spjallþætti Jay Leno, í kvöld. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem hljómsveitin kemur fram í þættinum, sem er einn sá vinsælasti í Bandaríkjunum. Leikarinn Matt Damon verður gestur þáttarins, að sögn heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar NBC.com. Ekki er ljóst hvort að sveitin muni einungis taka lagið eða verða til viðtals.

Hljómsveitin hefur vakið gríðarlega athygli í Bandaríkjunum síðustu misseri. Til dæmis hefur hljómsveitin náð bestum árangri íslenskra hljómsveita á bandaríska Billboard-listanum, en platan My Head Is an Animal náði sjötta sætinu á listanum í sumar. Og í síðustu viku valdi vefurinn Amazon.com, sem er stærsta vefverslun veraldar, plötuna þá bestu árið 2012.

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona sveitarinnar, sagði í samtali við Vísi í júní síðastliðnum að það hafi verið mikil lífsreynsla að spila í þættinum. Um fjórar milljónir manna horfa á hverja útsendingu.

Hér fyrir neðan má sjá frammistöðu hljómsveitarinnar þegar hún tók lagið í júní síðastliðnum.




Tengdar fréttir

Fengu góðar undirtektir í Jay Leno

Of Monsters and Men flutti lagið Mountain Sound þegar hljómsveitin kom fram í hinum feykivinsæla þætti Jay Leno á NBC sjónvarpsstöðinni í gær. Góður rómur var gerður að þeim og hrósaði Leno þeim mikið eftir sönginn og hér má sjá atriðið þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×