Þriðjungur Drangsnesinga að missa vinnuna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. desember 2012 19:49 Öllu fiskverkafólki á Drangsnesi, tíu manns, hefur verið sagt upp störfum, og horfur eru á að fimm aðrir missi vinnuna hjá útgerðarfélagi. Slæm staða á saltfiskmörkuðum, kvótaskortur í ýsu og óseld grásleppuhrogn hafa á skömmum tíma snúið atvinnuhorfum til hins verra. Óveðursskýin hrannast upp í sjávarbyggðum eins og Drangsnesi. Þar hefur saltfiskverkun nú stöðvast en oddviti Kaldrananeshrepps, Jenný Jensdóttir, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 hvernig kreppan í Suður-Evrópu hefði þau áhrif að þar hefðu menn ekki lengur efni á því að kaupa saltfisk frá Íslandi. Sjómenn á Drangsnesi greindu í fréttum okkar á föstudag frá óvenjulegu ástandi vegna mikillar ýsugengdar samfara kvótaleysi í ýsu. Hár meðafli ýsu veldur því að bátar geta vart veitt aðrar fisktegundir. Nú er það að gerast hjá línubátnum Skúla sem haldið hefur uppi landvinnslu á Drangsnesi, að líkur eru á að útgerðin stöðvist vegna þessa á morgun, að sögn framkvæmdastjóra Fiskvinnslunnar Drangs, Óskars Torfasonar. Ofan á allt þetta bætist að grásleppuhrognin frá því í vor hafa ekki selst. Drangur hefur nú tilkynnt um ótímabundna vinnslustöðvun sem veldur því að tíu starfsmenn missa vinnuna í næstu viku. Ef útgerð Skúla stöðvast missir áhöfnin vinnuna auk beitingafólks í landi, alls fimm manns, sem þýddi að fimmtán manns misstu vinnuna á Drangsnesi. Það er um þriðjungur starfa í þessu sjötíu manna þorpi. Óskar segir að mikil óvissa ríki um framhaldið. Tengdar fréttir Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt," á Stöð 2 í gærkvöldi. "Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. 10. desember 2012 10:19 Fiskveiðar smábáta lamast vegna mikillar ýsu Mikil ýsugengd samfara niðurskurði ýsukvóta er farin að lama fiskveiðar smærri skipa og báta um vestan- og norðanvert landið. Útgerðir segjast ekki geta veitt aðrar fisktegundir þar sem allt sé vaðandi í ýsu og grípa til þess ráðs að leggja bátunum. Ýsukvótinn hefur verið að trappast niður og er núna aðeins þriðjungur af því sem var fyrir fimm árum. Á Drangsnesi kvartan menn sáran undan skorti á ýsukvóta, eins og sjá mátti í viðtölum í fréttum Stöðvar 2, þar sem sjómenn lýsa miklum ýsuafla um allan Húnaflóa. Útgerðir segja ýsukvóta ekki fást á markaði. Óskar Torfason, framkvæmastjóri Fiskvinnslunnar Drangs, segir ástandið orðið alvarlegt og bátar hafi hætt veiðum vegna hás hlutfalls ýsu í aflanum. Aðrir reyna að forðast ýsuna með því að róa lengra út á haf. Hjá Landssambandi smábátaeigenda segir Örn Pálsson að svona sé ástandið nánast hringinn í kringum landið en verst bitni það á línuútgerðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 7. desember 2012 19:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Öllu fiskverkafólki á Drangsnesi, tíu manns, hefur verið sagt upp störfum, og horfur eru á að fimm aðrir missi vinnuna hjá útgerðarfélagi. Slæm staða á saltfiskmörkuðum, kvótaskortur í ýsu og óseld grásleppuhrogn hafa á skömmum tíma snúið atvinnuhorfum til hins verra. Óveðursskýin hrannast upp í sjávarbyggðum eins og Drangsnesi. Þar hefur saltfiskverkun nú stöðvast en oddviti Kaldrananeshrepps, Jenný Jensdóttir, lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 hvernig kreppan í Suður-Evrópu hefði þau áhrif að þar hefðu menn ekki lengur efni á því að kaupa saltfisk frá Íslandi. Sjómenn á Drangsnesi greindu í fréttum okkar á föstudag frá óvenjulegu ástandi vegna mikillar ýsugengdar samfara kvótaleysi í ýsu. Hár meðafli ýsu veldur því að bátar geta vart veitt aðrar fisktegundir. Nú er það að gerast hjá línubátnum Skúla sem haldið hefur uppi landvinnslu á Drangsnesi, að líkur eru á að útgerðin stöðvist vegna þessa á morgun, að sögn framkvæmdastjóra Fiskvinnslunnar Drangs, Óskars Torfasonar. Ofan á allt þetta bætist að grásleppuhrognin frá því í vor hafa ekki selst. Drangur hefur nú tilkynnt um ótímabundna vinnslustöðvun sem veldur því að tíu starfsmenn missa vinnuna í næstu viku. Ef útgerð Skúla stöðvast missir áhöfnin vinnuna auk beitingafólks í landi, alls fimm manns, sem þýddi að fimmtán manns misstu vinnuna á Drangsnesi. Það er um þriðjungur starfa í þessu sjötíu manna þorpi. Óskar segir að mikil óvissa ríki um framhaldið.
Tengdar fréttir Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt," á Stöð 2 í gærkvöldi. "Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. 10. desember 2012 10:19 Fiskveiðar smábáta lamast vegna mikillar ýsu Mikil ýsugengd samfara niðurskurði ýsukvóta er farin að lama fiskveiðar smærri skipa og báta um vestan- og norðanvert landið. Útgerðir segjast ekki geta veitt aðrar fisktegundir þar sem allt sé vaðandi í ýsu og grípa til þess ráðs að leggja bátunum. Ýsukvótinn hefur verið að trappast niður og er núna aðeins þriðjungur af því sem var fyrir fimm árum. Á Drangsnesi kvartan menn sáran undan skorti á ýsukvóta, eins og sjá mátti í viðtölum í fréttum Stöðvar 2, þar sem sjómenn lýsa miklum ýsuafla um allan Húnaflóa. Útgerðir segja ýsukvóta ekki fást á markaði. Óskar Torfason, framkvæmastjóri Fiskvinnslunnar Drangs, segir ástandið orðið alvarlegt og bátar hafi hætt veiðum vegna hás hlutfalls ýsu í aflanum. Aðrir reyna að forðast ýsuna með því að róa lengra út á haf. Hjá Landssambandi smábátaeigenda segir Örn Pálsson að svona sé ástandið nánast hringinn í kringum landið en verst bitni það á línuútgerðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 7. desember 2012 19:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Drangsnesingar reka bæjarútgerð og fiskvinnslu Íbúar Drangsness við Steingrímsfjörð ásamt sveitarfélaginu Kaldrananeshreppi standa saman að útgerð kvótamesta bátsins og stærsta fyrirtækisins, Fiskvinnslunnar Drangs. Þetta kom fram í þættinum "Um land allt," á Stöð 2 í gærkvöldi. "Ég held að það megi alveg örugglega segja að það sé hjartað í byggðinni á Drangsnesi því að hérna starfar stór hluti og þetta er eign samfélagsins algerlega," sagði Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Drangs. 10. desember 2012 10:19
Fiskveiðar smábáta lamast vegna mikillar ýsu Mikil ýsugengd samfara niðurskurði ýsukvóta er farin að lama fiskveiðar smærri skipa og báta um vestan- og norðanvert landið. Útgerðir segjast ekki geta veitt aðrar fisktegundir þar sem allt sé vaðandi í ýsu og grípa til þess ráðs að leggja bátunum. Ýsukvótinn hefur verið að trappast niður og er núna aðeins þriðjungur af því sem var fyrir fimm árum. Á Drangsnesi kvartan menn sáran undan skorti á ýsukvóta, eins og sjá mátti í viðtölum í fréttum Stöðvar 2, þar sem sjómenn lýsa miklum ýsuafla um allan Húnaflóa. Útgerðir segja ýsukvóta ekki fást á markaði. Óskar Torfason, framkvæmastjóri Fiskvinnslunnar Drangs, segir ástandið orðið alvarlegt og bátar hafi hætt veiðum vegna hás hlutfalls ýsu í aflanum. Aðrir reyna að forðast ýsuna með því að róa lengra út á haf. Hjá Landssambandi smábátaeigenda segir Örn Pálsson að svona sé ástandið nánast hringinn í kringum landið en verst bitni það á línuútgerðum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. 7. desember 2012 19:45
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði