Enski boltinn

Vilja bæta við 12.500 sætum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Etihad-leikvangurinn að utan.
Etihad-leikvangurinn að utan. nordicphotos/getty
Forráðamenn Manchester City hafa í hyggju að stækka Etihad-leikvang félagsins um allt að 26 prósent.

Tvær tillögur liggja á borðinu hjá enska úrvalsdeildarfélaginu en leikvangurinn tekur í dag 47.500 áhorfendur í sæti. Annars vegar yrðu sætin 54.000 og hins 60.000.

Old Trafford, heimavöllur erkifjenda City í stórborginni, er stærsti leikvangurinn í deildinni. 76.600 áhorfendur geta tyllt sér í sæti á heimaleikjum liðsins en 60.400 áhorfendur komast að á Emirates-leikvangi Arsenal í Lundúnum.

Newcastle og Sunderland eru bæði með stærri leikvanga en City auk þess sem Tottenham hefur vinnu við stækkun White Hart Lane síðar á árinu. Leikvangurinn mun taka 58.000 áhorfendur í sæti að framkvæmdum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×