Enski boltinn

Fer fór til Norwich

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leroy Fer fer vel með boltann í leik með Twente.
Leroy Fer fer vel með boltann í leik með Twente. Nordicphotos/AFP
Hollenski knattspyrnumaðurinn Leroy Fer verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Norwich næstu fjögur árin. Aðeins á eftir að ganga frá atvinnuleyfi fyrir kappann.

Fer hefur átt í viðræðum við nokkur félög undanfarið en nú er ljóst að Norwich verður næsti viðkomustaður hans. Norwich staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag.

Fer er 23 ára gamall miðjumaður sem leikið hefur með Twente undanfarin tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×