Tomsick fékk betri samning á Króknum en í Garðabænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2020 14:13 Nikolas Tomsick var stigahæsti leikmaður Stjörnunnar í vetur. vísir/bára Körfuboltamaðurinn Nikolas Tomsick fékk betri samning hjá Tindastóli en hann hefði fengið hjá Stjörnunni. Þetta kemur fram í færslu Hilmars Júlíussonar, formanns körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, á Facebook. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur og varð deildar- og bikarmeistari með liðinu. Fyrir viku var greint frá því að hann væri genginn í raðir Tindastóls. Þar fékk hann einfaldlega hagstæðari samning en Stjörnumenn gátu boðið honum. „Það er að sjálfsögðu mikil eftirsjá af Nick, ekki bara einn mesti skemmtikraftur og „game winner“ sem leikið hefur í Stjörnubúningnum heldur frábær karakter og ekki spurning að hans verður sárt saknað. En á tímum þegar flestir íþróttamenn í heiminum eru að lækka í launum og leikmanni býðst á sama tíma betri samningur en hann hafði fyrir þá getur maður ekki annað gert en ráðlagt viðkomandi að stökkva á tækifærið sem var nákvæmlega það sem við gerðum,“ segir Hilmar í færslunni á Facebook. Hann bætir við að laun allra leikmanna Stjörnunnar lækki vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Launahækkanir á þessum tíma eru ekki í boði hjá Stjörnunni og við ekki á þeim stað að geta sagt við hann að honum standi til boða sami samningur og í raun ólíklegt þar sem allir leikmenn eru að taka á sig launalækkanir og þá er óeðlilegt að taka einn leikmann út fyrir sviga í þeim aðgerðum.“ Galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti Hilmar segir að Stjarnan muni tefla fram sterku liði á næsta tímabili en ekki spenna bogann of hátt. Hann segir ekki ráðlagt að semja við erlenda leikmenn á þessum tíma. „En mín persónulega skoðun er að það sé galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti, aðrir sjá það öðruvísi greinilega og þannig er það nú oft, sem betur fer. Í fyrsta lagi er algerlega í lausu lofti hver fjárhagsstaða deildarinnar verður í haust, tekjur úr úrslitakeppninni sem yfirleitt eru notaðar til að byrja næsta tímabil eru ekki fyrir hendi og ekki ljóst hver staða okkar styrktaraðila verður í haust. Flestir þeir sem til þekkja segja að leikmannamarkaðurinn sé á hraðri niðurleið,“ segir Hilmar. „Sterkar deildir eins og á Spáni, Ítalíu og jafnvel Þýskalandi sjá fram á að jafnvel fjöldi félaga fari á hausinn. Þetta hefur allt áhrif á hvað erlendir leikmenn munu kosta í haust og kæmi ekki á óvart þó við sæjum sterkari leikmenn i deildinni en verið hefur og fyrir minni pening. Einnig er í fullum gangi núna vinna við björgunarpakka frá ríkinu fyrir íþróttahreyfinguna og við værum að senda frá okkur sérstök skilaboð með því að ráða erlenda leikmenn meðan á þeirri vinnu stendur.“ Í færslunni fer Hilmar einnig yfir frumlega fjáröflun Stjörnunnar og hverju hún skilaði. Færsluna má lesa hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50 Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00 Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Nikolas Tomsick fékk betri samning hjá Tindastóli en hann hefði fengið hjá Stjörnunni. Þetta kemur fram í færslu Hilmars Júlíussonar, formanns körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, á Facebook. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur og varð deildar- og bikarmeistari með liðinu. Fyrir viku var greint frá því að hann væri genginn í raðir Tindastóls. Þar fékk hann einfaldlega hagstæðari samning en Stjörnumenn gátu boðið honum. „Það er að sjálfsögðu mikil eftirsjá af Nick, ekki bara einn mesti skemmtikraftur og „game winner“ sem leikið hefur í Stjörnubúningnum heldur frábær karakter og ekki spurning að hans verður sárt saknað. En á tímum þegar flestir íþróttamenn í heiminum eru að lækka í launum og leikmanni býðst á sama tíma betri samningur en hann hafði fyrir þá getur maður ekki annað gert en ráðlagt viðkomandi að stökkva á tækifærið sem var nákvæmlega það sem við gerðum,“ segir Hilmar í færslunni á Facebook. Hann bætir við að laun allra leikmanna Stjörnunnar lækki vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Launahækkanir á þessum tíma eru ekki í boði hjá Stjörnunni og við ekki á þeim stað að geta sagt við hann að honum standi til boða sami samningur og í raun ólíklegt þar sem allir leikmenn eru að taka á sig launalækkanir og þá er óeðlilegt að taka einn leikmann út fyrir sviga í þeim aðgerðum.“ Galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti Hilmar segir að Stjarnan muni tefla fram sterku liði á næsta tímabili en ekki spenna bogann of hátt. Hann segir ekki ráðlagt að semja við erlenda leikmenn á þessum tíma. „En mín persónulega skoðun er að það sé galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti, aðrir sjá það öðruvísi greinilega og þannig er það nú oft, sem betur fer. Í fyrsta lagi er algerlega í lausu lofti hver fjárhagsstaða deildarinnar verður í haust, tekjur úr úrslitakeppninni sem yfirleitt eru notaðar til að byrja næsta tímabil eru ekki fyrir hendi og ekki ljóst hver staða okkar styrktaraðila verður í haust. Flestir þeir sem til þekkja segja að leikmannamarkaðurinn sé á hraðri niðurleið,“ segir Hilmar. „Sterkar deildir eins og á Spáni, Ítalíu og jafnvel Þýskalandi sjá fram á að jafnvel fjöldi félaga fari á hausinn. Þetta hefur allt áhrif á hvað erlendir leikmenn munu kosta í haust og kæmi ekki á óvart þó við sæjum sterkari leikmenn i deildinni en verið hefur og fyrir minni pening. Einnig er í fullum gangi núna vinna við björgunarpakka frá ríkinu fyrir íþróttahreyfinguna og við værum að senda frá okkur sérstök skilaboð með því að ráða erlenda leikmenn meðan á þeirri vinnu stendur.“ Í færslunni fer Hilmar einnig yfir frumlega fjáröflun Stjörnunnar og hverju hún skilaði. Færsluna má lesa hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50 Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00 Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Juventus-parið hætt saman Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50
Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00
Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins