Litríkt og létt í sumar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. maí 2017 10:45 Denis kokkur og Axel vínþjónn glaðbeittir á Grillinu. Vísir/Ernir Jarðarber og basil er skemmtileg blanda og með jógúrtís verður úr því ferskur sumardesert. Íslensku jarðarberin eru mjög góð og líka íslenskt basil,“ segir Danis Grbic, matreiðslumaður á Grillinu á Sögu. Hann var kokkur ársins 2016 og heldur titlinum enn, því keppni um hann var frestað þar til í september í ár, og æfir nú af kappi fyrir Norðurlandakeppni sem haldin verður 8. júní. Hann kveðst hafa lært á Grillinu og verið þar undanfarin ár.Jarðarberja- og basildesert. Vísir/ErnirDanis flutti hingað til lands sem króatískur flóttamaður árið 1997, ellefu ára að aldri og talar íslenskuna eins og innfæddur. Hann hefur gert sig gildandi í fótbolta, segist reyndar ekkert hafa spilað af viti síðustu fimm ár en verið að þjálfa lið sem ýmist hafi verið í 3. eða 4. deild síðasta áratug. „Ég bjó á Ísafirði í nokkur ár eftir að ég flutti til Íslands og stofnaði liðið ásamt félaga mínum þar, aðallega upp á gamanið,“ segir hann. En við snúum okkur að matnum og tekið skal fram að uppskriftirnar eru fyrir sex til átta manns.Mmmmm, jarðarberFyrst er það eftirrétturinn hans Denis: Jarðarberja- og basil-desert 1 askja fersk íslensk jarðarber 50 ml ylliblómasíróp – fæst í betri matvöruverslunum, Søstrene Grene og IKEA 20 g ferskur sítrónusafi Skerið jarðarberin í sneiðar, setjið þau í skál og veltið þeim upp úr ylliblómasírópinu og sítrónusafanum. Basil marens 125 g sykur 50 g vatn 75 g eggjahvítur ½ askja af íslensku basil, fínt söxuðu Setjið sykurinn og vatnið saman í pott og hitið upp í 121°C. Setjið eggjahvíturnar í hrærivélarskál og þeytið þær á miðlungshraða. Hellið sykursírópinu varlega út í eggjahvíturnar þegar það hefur náð 121°C og aukið jafnframt við hraðann á hrærivélinni. Hrærið þar til blandan hefur kólnað niður, bætið þá saxaða basilinu varlega saman við með sleif. Smyrjið marensdeiginu þunnt á sílikonmottu eða bökunarpappír og þurrkið í ofni á 90°C í um það bil klukkustund. Basilolía 1 hluti góð olía, til dæmis kaldpressuð repjuolía 1 hluti íslenskt basil Blandið hráefninu saman í blandara þar til fer að rjúka upp úr skálinni. Olían á þá að hafa náð um 70°C. Sigtið síðan olíuna í gegnum síuklút og þá er hún klár.Danis heldur upp á basilJógúrt- og hvítsúkkulaðiís 245 ml mjólk 50 g sykur 168 g gott hvítt súkkulaði 470 g hreint eða grískt jógúrt 3 blöð matarlím Leggið matarlímið í bleyti í um 10 mínútur. Sjóðið saman mjólk og sykur í litlum potti þar til sykurinn leysist upp. Setjið hvítt súkkulaði í skál og bræðið það yfir vatnsbaði. Bætið síðan matarlíminu saman við sykursírópið og hrærið aðeins í þar til allt matarlímið leysist upp. Hellið sykursírópinu yfir súkkulaðið og vinnið það saman með sleif eða töfrasprota þar til súkkulaðið nær glansáferð. Hrærið því næst jógúrtinu saman við með písk. Setjið ísinn í kæli í tvo til þrjá tíma áður er hann er frystur. Ef ísinn er frystur á hefðbundinn hátt er hann settur í stálskál og í frysti. Þá þarf að hræra rösklega í honum með písk á hálftíma fresti, fjórum til fimm sinnum eða oftar. Að því loknu er hægt að setja ísinn í matvinnsluvél og vinna hann aðeins. Þetta er gert til að jafna ískristallana í honum svo að ísinn verði silkimjúkur. Ísinn er síðan settur aftur í frysti. Þeir sem eiga ísvél fara eftir leiðbeiningum framleiðanda.Óáfengur spritz er tilvalinn léttur sumardrykkur.Svo er það hinn sumarlegi og áfengislausi kokteill vínþjónsins Axels Age Schiöth: Óáfengur sumarspritz 2 stk. ferskt lime 10-12 stk. fersk jarðarber 5-6 stilkar ferskt fáfnisgras ¼ hluti ylliblómaessens ¾ hlutar sódavatn Sneiðið lime og jarðarber niður og látið liggja með fáfnisgrasinu í ylliblómaessensinum í 1 klukkustund til að taka í sig bragð og lit úr berjunum. Fyllið glösin af klaka og skreytið með jarðarberjunum, limesneiðunum og fáfnisgrasinu. Hellið sírópinu yfir klakann og toppið að lokum með sódavatni og hrærið létt saman. „Ylliblómaessens fæst í betri matvöruverslunum, meira að segja í IKEA og Søstrene Grene og hlutföllin til blöndunar eru gefin upp á flöskunum,“ segir Axel. „Svo er ekkert mál að skvetta vodka eða ljósu rommi út í þennan drykk fyrir þá sem vilja!“ Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira
Jarðarber og basil er skemmtileg blanda og með jógúrtís verður úr því ferskur sumardesert. Íslensku jarðarberin eru mjög góð og líka íslenskt basil,“ segir Danis Grbic, matreiðslumaður á Grillinu á Sögu. Hann var kokkur ársins 2016 og heldur titlinum enn, því keppni um hann var frestað þar til í september í ár, og æfir nú af kappi fyrir Norðurlandakeppni sem haldin verður 8. júní. Hann kveðst hafa lært á Grillinu og verið þar undanfarin ár.Jarðarberja- og basildesert. Vísir/ErnirDanis flutti hingað til lands sem króatískur flóttamaður árið 1997, ellefu ára að aldri og talar íslenskuna eins og innfæddur. Hann hefur gert sig gildandi í fótbolta, segist reyndar ekkert hafa spilað af viti síðustu fimm ár en verið að þjálfa lið sem ýmist hafi verið í 3. eða 4. deild síðasta áratug. „Ég bjó á Ísafirði í nokkur ár eftir að ég flutti til Íslands og stofnaði liðið ásamt félaga mínum þar, aðallega upp á gamanið,“ segir hann. En við snúum okkur að matnum og tekið skal fram að uppskriftirnar eru fyrir sex til átta manns.Mmmmm, jarðarberFyrst er það eftirrétturinn hans Denis: Jarðarberja- og basil-desert 1 askja fersk íslensk jarðarber 50 ml ylliblómasíróp – fæst í betri matvöruverslunum, Søstrene Grene og IKEA 20 g ferskur sítrónusafi Skerið jarðarberin í sneiðar, setjið þau í skál og veltið þeim upp úr ylliblómasírópinu og sítrónusafanum. Basil marens 125 g sykur 50 g vatn 75 g eggjahvítur ½ askja af íslensku basil, fínt söxuðu Setjið sykurinn og vatnið saman í pott og hitið upp í 121°C. Setjið eggjahvíturnar í hrærivélarskál og þeytið þær á miðlungshraða. Hellið sykursírópinu varlega út í eggjahvíturnar þegar það hefur náð 121°C og aukið jafnframt við hraðann á hrærivélinni. Hrærið þar til blandan hefur kólnað niður, bætið þá saxaða basilinu varlega saman við með sleif. Smyrjið marensdeiginu þunnt á sílikonmottu eða bökunarpappír og þurrkið í ofni á 90°C í um það bil klukkustund. Basilolía 1 hluti góð olía, til dæmis kaldpressuð repjuolía 1 hluti íslenskt basil Blandið hráefninu saman í blandara þar til fer að rjúka upp úr skálinni. Olían á þá að hafa náð um 70°C. Sigtið síðan olíuna í gegnum síuklút og þá er hún klár.Danis heldur upp á basilJógúrt- og hvítsúkkulaðiís 245 ml mjólk 50 g sykur 168 g gott hvítt súkkulaði 470 g hreint eða grískt jógúrt 3 blöð matarlím Leggið matarlímið í bleyti í um 10 mínútur. Sjóðið saman mjólk og sykur í litlum potti þar til sykurinn leysist upp. Setjið hvítt súkkulaði í skál og bræðið það yfir vatnsbaði. Bætið síðan matarlíminu saman við sykursírópið og hrærið aðeins í þar til allt matarlímið leysist upp. Hellið sykursírópinu yfir súkkulaðið og vinnið það saman með sleif eða töfrasprota þar til súkkulaðið nær glansáferð. Hrærið því næst jógúrtinu saman við með písk. Setjið ísinn í kæli í tvo til þrjá tíma áður er hann er frystur. Ef ísinn er frystur á hefðbundinn hátt er hann settur í stálskál og í frysti. Þá þarf að hræra rösklega í honum með písk á hálftíma fresti, fjórum til fimm sinnum eða oftar. Að því loknu er hægt að setja ísinn í matvinnsluvél og vinna hann aðeins. Þetta er gert til að jafna ískristallana í honum svo að ísinn verði silkimjúkur. Ísinn er síðan settur aftur í frysti. Þeir sem eiga ísvél fara eftir leiðbeiningum framleiðanda.Óáfengur spritz er tilvalinn léttur sumardrykkur.Svo er það hinn sumarlegi og áfengislausi kokteill vínþjónsins Axels Age Schiöth: Óáfengur sumarspritz 2 stk. ferskt lime 10-12 stk. fersk jarðarber 5-6 stilkar ferskt fáfnisgras ¼ hluti ylliblómaessens ¾ hlutar sódavatn Sneiðið lime og jarðarber niður og látið liggja með fáfnisgrasinu í ylliblómaessensinum í 1 klukkustund til að taka í sig bragð og lit úr berjunum. Fyllið glösin af klaka og skreytið með jarðarberjunum, limesneiðunum og fáfnisgrasinu. Hellið sírópinu yfir klakann og toppið að lokum með sódavatni og hrærið létt saman. „Ylliblómaessens fæst í betri matvöruverslunum, meira að segja í IKEA og Søstrene Grene og hlutföllin til blöndunar eru gefin upp á flöskunum,“ segir Axel. „Svo er ekkert mál að skvetta vodka eða ljósu rommi út í þennan drykk fyrir þá sem vilja!“
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira