Höfðu húmor fyrir "tískuslysinu“ Guðný Hrönn skrifar 6. maí 2017 12:15 Svala Björgvinsdóttir tók sig vel út í jakkanum sem er úr smiðju Hrafnhildar Arnardóttur. MYND/Andres Putting Söngkonurnar Svala Björgvinsdóttir og Anja Nissen klæddust nýverið báðar hönnun eftir myndlistarkonuna Hrafnhildi Arnardóttur, betur þekkta sem Shoplifter, við undirbúning fyrir Eurovision. Hrafnhildur segir skemmtilegt að fá þessi jákvæðu viðbrögð við frumraun sinni í fatahönnun. Svala og Anja Nissen klæddust flíkum úr línu sem Hrafnhildur hannaði fyrir keðjuna & Other Stories. Sú lína kom í takmörkuðu upplagi og hefur að geyma leggingsbuxur, jakka, tösku og skart svo eitthvað sé nefnt. Bæði Anja og Svala klæddust jakkanum úr línunni í Kænugarði þegar þær undirbjuggu og kynntu atriði sín fyrir Eurovision.„Þetta er ferlega skemmtilegt auðvitað, þetta er í fyrsta sinn sem ég geri föt sem fara í framleiðslu svo það er hvetjandi að fá jákvæð viðbrögð og finna það að fólk vill klæðast fötunum.“ Það kom Hrafnhildi á óvart að sjá að Anja hafði nælt sér í jakka. „Ég hitti Svölu af tilviljun í Los Angeles nýlega og við vorum bara á spjalli og hún sá jakkann og heillaðist af honum, svo ég bauðst til að senda henni föt úr línunni sem hana langaði að nota í Kiev, en ég bjóst ekkert endilega við að það yrði svona áberandi. Hins vegar kom það mér algerlega í opna skjöldu að sjá Önju Nissen í jakkanum líka! Hann náttúrulega var til sölu í & Other Stories ekki fyrir svo löngu og hún eða stílistinn hennar hefur fundið hann,“ útskýrir Hrafnhildur. Jakkinn seldist upp á fyrsta degiJakkinn umræddi sem seldist upp á mettíma.„Þessi jakki seldist upp á fyrsta degi og hann var gerður í takmörkuðu upplagi svo líkurnar á þessu voru ekki miklar. Við Svala höfðum frekar gaman af þessu „tískuslysi“,“ segir Hrafnhildur og hlær. „Mér fannst þær báðar flottar í flíkinni og fallegt hvað Svala tók þessu vel og hafði húmor fyrir því að lenda í þessu, það eru ekki allir sem myndu gera það. Þetta sýnir okkur hversu falleg manneskja Svala er.“ Hrafnhildur segir sölu línunnar sem hún hannaði fyrir & Other Stories hafa gengið vonum framar. „Já, línan hefur gengið rosalega vel skilst mér en einungis níu stærstu búðirnar þeirra seldu vörurnar sem eru „special edition“ svo nú fer hver að verða síðastur. En jakkinn seldist upp á fyrsta degi bæði í búðum og á netinu,“ segir Hrafnhildur. Eins og áður sagði er þetta í fyrsta sinn sem Hrafnhildur leggur fyrir sig fatahönnun og þetta nýja verkefni lagðist vel í hana. Spurð út í hvort hún ætli að leggja frekari fatahönnun fyrir sig segir hún: „Það lítur út fyrir að maður geti ekki annað. Ég er til í að halda áfram ef ég fæ gott teymi til að vinna með mér. Það hefur gengið vel í myndlistinni og hún á hug minn allan akkúrat núna, en það væri lúxus að geta unnið í hönnun með fram myndlist því uppsprettan er sú sama,“ útskýrir Hrafnhildur og bætir við að línan sem hún hannaði fyrir & Other Stories sé innblásin af myndlist hennar. „& Other Stories fyrirtækið, sem er dótturfyrirtæki H&M, hafði samband við mig út af myndlistarverkunum mínum og bað mig að hanna föt og fylgihluti sem væru algerlega byggð á þeim. Ég notaði ljósmyndir af verkunum mínum til að búa til mynstur og fleira svo þetta er allt samhangandi.“ Aðspurð hvort hún sé Eurovision-aðdáandi segir Hrafnhildur: „Ég dáist að menningarfyrirbærinu Eurovision og finnst ferlega skemmtilegt að fylgjast með ef ég er á Íslandi. Ég bý í Ameríku en vinsældir keppninnar ná barasta ekki þangað. Að sjálfsögðu ætla ég að horfa á keppnina í ár, Svala er frábær og á eftir að rúlla þessu upp eins og hverri annarri pappírsrúllu, snillingur sem hún er!“ Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Söngkonurnar Svala Björgvinsdóttir og Anja Nissen klæddust nýverið báðar hönnun eftir myndlistarkonuna Hrafnhildi Arnardóttur, betur þekkta sem Shoplifter, við undirbúning fyrir Eurovision. Hrafnhildur segir skemmtilegt að fá þessi jákvæðu viðbrögð við frumraun sinni í fatahönnun. Svala og Anja Nissen klæddust flíkum úr línu sem Hrafnhildur hannaði fyrir keðjuna & Other Stories. Sú lína kom í takmörkuðu upplagi og hefur að geyma leggingsbuxur, jakka, tösku og skart svo eitthvað sé nefnt. Bæði Anja og Svala klæddust jakkanum úr línunni í Kænugarði þegar þær undirbjuggu og kynntu atriði sín fyrir Eurovision.„Þetta er ferlega skemmtilegt auðvitað, þetta er í fyrsta sinn sem ég geri föt sem fara í framleiðslu svo það er hvetjandi að fá jákvæð viðbrögð og finna það að fólk vill klæðast fötunum.“ Það kom Hrafnhildi á óvart að sjá að Anja hafði nælt sér í jakka. „Ég hitti Svölu af tilviljun í Los Angeles nýlega og við vorum bara á spjalli og hún sá jakkann og heillaðist af honum, svo ég bauðst til að senda henni föt úr línunni sem hana langaði að nota í Kiev, en ég bjóst ekkert endilega við að það yrði svona áberandi. Hins vegar kom það mér algerlega í opna skjöldu að sjá Önju Nissen í jakkanum líka! Hann náttúrulega var til sölu í & Other Stories ekki fyrir svo löngu og hún eða stílistinn hennar hefur fundið hann,“ útskýrir Hrafnhildur. Jakkinn seldist upp á fyrsta degiJakkinn umræddi sem seldist upp á mettíma.„Þessi jakki seldist upp á fyrsta degi og hann var gerður í takmörkuðu upplagi svo líkurnar á þessu voru ekki miklar. Við Svala höfðum frekar gaman af þessu „tískuslysi“,“ segir Hrafnhildur og hlær. „Mér fannst þær báðar flottar í flíkinni og fallegt hvað Svala tók þessu vel og hafði húmor fyrir því að lenda í þessu, það eru ekki allir sem myndu gera það. Þetta sýnir okkur hversu falleg manneskja Svala er.“ Hrafnhildur segir sölu línunnar sem hún hannaði fyrir & Other Stories hafa gengið vonum framar. „Já, línan hefur gengið rosalega vel skilst mér en einungis níu stærstu búðirnar þeirra seldu vörurnar sem eru „special edition“ svo nú fer hver að verða síðastur. En jakkinn seldist upp á fyrsta degi bæði í búðum og á netinu,“ segir Hrafnhildur. Eins og áður sagði er þetta í fyrsta sinn sem Hrafnhildur leggur fyrir sig fatahönnun og þetta nýja verkefni lagðist vel í hana. Spurð út í hvort hún ætli að leggja frekari fatahönnun fyrir sig segir hún: „Það lítur út fyrir að maður geti ekki annað. Ég er til í að halda áfram ef ég fæ gott teymi til að vinna með mér. Það hefur gengið vel í myndlistinni og hún á hug minn allan akkúrat núna, en það væri lúxus að geta unnið í hönnun með fram myndlist því uppsprettan er sú sama,“ útskýrir Hrafnhildur og bætir við að línan sem hún hannaði fyrir & Other Stories sé innblásin af myndlist hennar. „& Other Stories fyrirtækið, sem er dótturfyrirtæki H&M, hafði samband við mig út af myndlistarverkunum mínum og bað mig að hanna föt og fylgihluti sem væru algerlega byggð á þeim. Ég notaði ljósmyndir af verkunum mínum til að búa til mynstur og fleira svo þetta er allt samhangandi.“ Aðspurð hvort hún sé Eurovision-aðdáandi segir Hrafnhildur: „Ég dáist að menningarfyrirbærinu Eurovision og finnst ferlega skemmtilegt að fylgjast með ef ég er á Íslandi. Ég bý í Ameríku en vinsældir keppninnar ná barasta ekki þangað. Að sjálfsögðu ætla ég að horfa á keppnina í ár, Svala er frábær og á eftir að rúlla þessu upp eins og hverri annarri pappírsrúllu, snillingur sem hún er!“
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira