Lífið

Myndasögudagur í Grófinni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Starfsfólk Borgarbókasafnsins horfir andaktugt á listaverk ungmennanna.
Starfsfólk Borgarbókasafnsins horfir andaktugt á listaverk ungmennanna.
Við opnum sýningu í dag klukkan 15 hér í bókasafninu í Grófinni á þeim sögum sem bárust í myndasögukeppnina,“ segir Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri hjá Borgarbókasafninu. Hún segir slíka keppni hafa farið fram frá árinu 2009 og alltaf í samstarfi við Myndlistarskólann í Reykjavík.





Hér vantar ekki teiknihæfileikana.
Nexus styrkir keppnina í ár með verðlaunum enda er Nexus mekka myndasöguáhugamanna. Þar er líka árlegur ókeypismyndasögudagur í dag.





Hér er ástæða til að rýna af gaumgæfni því myndir segja oft meira en mörg orð.
„Myndlistarskólinn í Reykjavík veitir líka verðlaun, sigurvegarinn fær námskeið að eigin vali þar í haust,“ segir Sunna og bætir við glaðlega: „Það er gaman þegar svona margir ná saman um að gera eitthvað skemmtilegt.“

 Hún segir tuttugu og fjögur verk á sýningunni frá fólki á aldrinum tíu ára til tvítugs en þar voru þátttökumörkin sett.





Þema keppninnar í ár – og þar með sýningarinnar – er MANGA, í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá því að myndasagan One Piece eftir hinn japanska Eiichiro Oda hóf göngu sína.

 „Manga er sterk hefð í japanskri myndasagnagerð,“ lýsir Sunna. „Við erum með sérstakan manga-flokk í myndasögudeildinni okkar, mjög vinsælan, og þar er bókin One Piece að sjálfsögðu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.