Sport

Raf­í­þrótta­strákarnir okkar mæta Rúmenum í beinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svona líta Íslendingarnir út í PES-leiknum en í dag verður spilað í FIFA.
Svona líta Íslendingarnir út í PES-leiknum en í dag verður spilað í FIFA.

Ísland og Rúmeníu áttust að mætast í umspili um sæti á EM2020 í knattspyrnu í dag en þeim leiknum var frestað vegna kórónuveirunnar. Þjóðirnar mætast þó í dag.

Þjóðirnar munu mætast í vináttuleik í FIFA 20 leiknum en Aron Þormar Lárusson úr Fylki og Jóhann Ólafur Jóhannsson úr FH skipa lið Íslands. Þeir voru í liði Ísland í eEuro 2020 undankeppninni sem fór fram á dögunum.

Þjóðirnar munu leika tvo leiki og úrslit þeirra verða svo lögð saman til þess að krýna sigurvegara.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport sem og á Vísi. Útsending hefst klukkan 16.20 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 16.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.