Sport

Raf­í­þrótta­strákarnir okkar mæta Rúmenum í beinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Svona líta Íslendingarnir út í PES-leiknum en í dag verður spilað í FIFA.
Svona líta Íslendingarnir út í PES-leiknum en í dag verður spilað í FIFA.

Ísland og Rúmeníu áttust að mætast í umspili um sæti á EM2020 í knattspyrnu í dag en þeim leiknum var frestað vegna kórónuveirunnar. Þjóðirnar mætast þó í dag.

Þjóðirnar munu mætast í vináttuleik í FIFA 20 leiknum en Aron Þormar Lárusson úr Fylki og Jóhann Ólafur Jóhannsson úr FH skipa lið Íslands. Þeir voru í liði Ísland í eEuro 2020 undankeppninni sem fór fram á dögunum.

Þjóðirnar munu leika tvo leiki og úrslit þeirra verða svo lögð saman til þess að krýna sigurvegara.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport sem og á Vísi. Útsending hefst klukkan 16.20 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 16.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×