Handbolti

Valsmenn gætu leikið til úrslita í Áskorendabikarnum í lok júní

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valsmenn eru á toppnum í Olís-deild karla og komnir í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu.
Valsmenn eru á toppnum í Olís-deild karla og komnir í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. vísir/bára

Ef áætlanir Handknattleikssambands Evrópu ganga eftir lýkur karlalið Vals leik í Áskorendabikar Evrópu í júní.

EHF gaf í dag út tillögur að því hvernig hægt væri að klára Evrópukeppnir í handbolta. Keppni í þeim hefur verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins.

Valur er kominn í 8-liða úrslit Áskorendabikarsins og mætir þar Halden frá Noregi. Áætlað er að þeir leikir fari fram fyrstu vikuna í júní. Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitunum eiga að fara fram 3. eða 4. júní og þeir seinni 6. eða 7. júní.

Í stað þess að leika heima og að heiman í undanúrslitum og úrslitarimmunni verður leikið með „Final Four“ fyrirkomulagi eins og í Meistaradeildinni, þ.e. einn undanúrslitaleikur og svo úrslitaleikur daginn eftir.

Úrslitin í Áskorendabikarnum eiga að ráðast í fjórðu vikunni í júní, væntanlega 27. og 28. júní. Ekki liggur fyrir hvar leikirnir fara fram.

Enn er ekki víst hvenær eða hvort tímabilið hér heima verður klárað. Hins vegar er búið að blása tímabilið í Noregi af.

Valur vann Bregenz frá Austurríki í 32-liða úrslitum Áskorendabikarsins, 62-52 samanlagt. Í 16-liða úrslitunum sló Valur tyrkneska liðið Beykoz út, 57-55 samanlagt.

Valur er með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.