Körfubolti

Handhafi stoðsendingametsins á Íslandi lést úr COVID-19

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd af David Edwards á Twittersíðu Texas A&M skólans.
Mynd af David Edwards á Twittersíðu Texas A&M skólans. Mynd/@aggiembk

David Edwards, fyrrum leikmaður KR í úrvalsdeild karla í körfubolta, er látinn eftir að hafa fengið COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur.

David Edwards lést heima hjá sér í New York á mánudaginn. Hann fæddist í desember 1971 og var 48 ára gamall.

David Edwards lék með KR á 1996-97 tímabilinu en hann var líka fyrrum leikmaður Texas A&M háskólans þar sem hann á mörg skólamet.

Fulltrúi Texas A&M skólans staðfesti fréttirnar við blaðamann Dallas Morning News.

David Edwards setti stoðsendingamet með KR þetta tímabil hans á Íslandi fyrir meira en tuttugu árum þegar hann gaf 18 stoðsendingar í leik á móti ÍR á Seltjarnarnesinu. Enginn annar leikmaður hefur náð að gefa 18 stoðsendingar í einum deildarleik í úrvalsdeild karla og stendur metið því enn.

Pavel Ermolinskij komst nálægt því fyrr í vetur þegar hann gaf 17 stoðsendingar í sigri Vals á Fjölni.

David Edwards hóf háskólaferill sinn með Georgetown tímabilið 1989-90 en skipti svo yfir í Texas A&M þar sem hann var með 13,5 stig, 4,9 fráköst og 7,1 stosðendingu að meðaltali í leik á þremur árum.

Hann gaf meðal annars 265 stoðsendingar á einu tímabili sem er enn félagsmet hjá Texas A&M. Hann er líka sá leikmaður sem hefur gefið flestar stoðsendingar (602) og stolið flestum boltum (228) í sögu Texas A&M skólans.

David Edwards lék bara átta leiki með KR-liðinu tímabilið 1996-97 og var með 20,8 stig, 10,4 stoðsendingar og 4,3 stolna bolta að meðaltali í þeim. Hann yfirgaf félagið um áramótin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.