Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 21:00 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud var að reynast að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika. Getty/Alexander Hassenstein Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. Ásdís sagði í september á síðasta ári að hún stefndi á Ólympíuleikana í Tókýó sem áttu að fara í sumar og svo ætlaði hún að hætta. Nú hefur leikunum verið frestað um ár og því hafa forsendurnar breyst. „Það var alltaf planið að hætta eftir þetta ár og maður er ekki að verða yngri. Það sem var mikilvægast fyrir mig var að fara út á mínum forsendum,“ sagði Ásdís í samtali við Arnar Björnsson. „Að fá að hætta þegar ég finn að ég er sátt og þurfa ekki að hætta vegna meiðsla eða slíkt. Ég finn að líkaminn er orðinn þreyttur og ef ég ákveð að halda áfram eitt ár í viðbót aukast líkurnar gríðarlega að ég þurfi að hætta á leiðinlegan hátt og það yrði mjög svekkjandi.“ Ásdís fór á Ólympíuleikana 2008, 2012 og 2016. Einnig hefur hún keppt á EM 2006, 2010, 2012, 2014 og 2016 sem og HM 2009, 2011, 2013, 2015 og 2017. Besti árangur hennar var 11. sæti á HM í London svo magnaður feril Ásdísar er senn á enda. Nánar verður rætt við Ásdísi í Sportið í dag á morgun en hún stefnir á að ná inn á EM sem fer fram síðar á þessu ári. Óvíst er þó hvenær það fari fram vegna kórónuveirunnar. Klippa: Sportpakkinn: Ásdís Hjálmsdóttir Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir ætlar ekki að reyna að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó sem fara fram eftir ár en Ásdís ætlar að leggja spjótið á hilluna eftir þetta ár. Ásdís sagði í september á síðasta ári að hún stefndi á Ólympíuleikana í Tókýó sem áttu að fara í sumar og svo ætlaði hún að hætta. Nú hefur leikunum verið frestað um ár og því hafa forsendurnar breyst. „Það var alltaf planið að hætta eftir þetta ár og maður er ekki að verða yngri. Það sem var mikilvægast fyrir mig var að fara út á mínum forsendum,“ sagði Ásdís í samtali við Arnar Björnsson. „Að fá að hætta þegar ég finn að ég er sátt og þurfa ekki að hætta vegna meiðsla eða slíkt. Ég finn að líkaminn er orðinn þreyttur og ef ég ákveð að halda áfram eitt ár í viðbót aukast líkurnar gríðarlega að ég þurfi að hætta á leiðinlegan hátt og það yrði mjög svekkjandi.“ Ásdís fór á Ólympíuleikana 2008, 2012 og 2016. Einnig hefur hún keppt á EM 2006, 2010, 2012, 2014 og 2016 sem og HM 2009, 2011, 2013, 2015 og 2017. Besti árangur hennar var 11. sæti á HM í London svo magnaður feril Ásdísar er senn á enda. Nánar verður rætt við Ásdísi í Sportið í dag á morgun en hún stefnir á að ná inn á EM sem fer fram síðar á þessu ári. Óvíst er þó hvenær það fari fram vegna kórónuveirunnar. Klippa: Sportpakkinn: Ásdís Hjálmsdóttir
Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Sjá meira