Kóvitar, sérfræðingar og óvitar Einar Steingrímsson skrifar 24. mars 2020 17:30 Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði né tölfræði, og sú stærðfræðikunnátta mín sem hér skiptir máli er ekkert umfram það sem fyrstaársnemar í verkfræði þurfa að ráða við. Ég er ekki að gagnrýna ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda. Skiljanlega hefur margt fólk áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum, og af því hvort yfirvöld séu að bregðast við með besta mögulega hætti. Eðlilega koma upp efasemdir um viðbrögðin, enda ekki til nein þrautreynd uppskrift að því hvernig best sé að bregðast við þessari veiru. Þess vegna er óskynsamlegt að ráðast með offorsi á það fólk sem leyfir sér að viðra slíkar efasemdir, jafnvel þótt sumt af því færi fram rök sem auðvelt er að sjá að halda ekki vatni. Í þeim tilfellum væri betra að þau sem sjá mistökin reyndu að útskýra þau fyrir viðkomandi. Auðvitað eru meðal þeirra sem flagga órökréttum staðhæfingum fólk sem ætti að vita betur, og fólk sem virðist bókstaflega tala gegn því sem ætti að vera betri vitund þess, ef það hugsaði gagnrýnið um staðhæfingar sínar. Og vissulega er það fólk að vinna óþurftaverk með því að rugla umræðuna, og sjálfsagt er að skamma það, að ekki sé minnst á stórhættulegar ráðleggingar eins og þá að nota klór sem meðal við veirunni. En sá hroki sem sumt fólk sýnir – meðal þeirra sem hafa til að bera þekkingu til að sjá í gegnum augljós mistök í röksemdafærslum leikmanna – er ekki líklegur til að hjálpa því fólki til skilnings, né heldur hinum, sem fylgast með umræðunum og hallast að kenningum sem eru illa undirbyggðar eða jafnvel tóm þvæla. Margt af því fólki sem hefur sæmilegan skilning á grundvallaratriðunum gerir sig sjálft stundum sekt um sams konar mistök. Sum þeirra sem hafa hraunað yfir "kóvita" hafa sjálf til dæmis vitnað í áhugaverða grein eftir stærðfræðinginn Pawel Bartoszek, til stuðnings þeirri staðhæfingu að rétt sé að treysta íslenskum sóttvarnayfirvöldum, af því þau séu augljóslega að standa sig vel. Mér skilst að meira segja sóttvarnalæknirinn sjálfur hafi nefnt þessa grein máli sínu til stuðnings. Í grein Pawels er haldið fram að ekkert Evrópuland hafi tafið faraldurinn betur en Ísland. Gögnin sem vísað er í virðast líka sýna það. En hér eru forsendurnar afar einfaldar, bara skoðaður hraðinn á fjölgun smita eftir að hundraðasta smitið fannst í hverju landi. Augljós veikleiki er t.d. að fjöldi greindra smita segir ekki endilega hversu mörg smitin í viðkomandi landi voru i raun á þeim tíma. Auk þess má gera ráð fyrir að máli skipti hvernig fyrstu hundrað smitin dreifðust í tíma og rúmi í hverju landi. Umfram allt eru gögnin enn svo lítil að ekki er hægt að draga miklar ályktanir um aðgerðir sem eiga að skila árangri eftir talsverðan tíma. Þetta er ekki sagt Pawel til hnjóðs; grein hans er áhugaverð og upplýsandi fyrir umræðuna. Hins vegar er óverjandi að hampa þessari greiningu sem sönnun þess að íslensku yfirvöldin séu að standa sig vel (sem Pawel gerir ekki beinlínis í greininni); sú röksemdafærsla er lítið skárri en margt af því sem „kóvitar“ hafa haldið fram. Ekki síður mikilvæg er sú staðreynd að sérfræðingar heimsins hafa mjög ólíkar skoðanir á hver séu skynsamlegustu viðbrögðin. Hér og hér má til dæmis sjá gerólíka afstöðu sérfræðinga. Sú staðreynd sýnir að það sé óskynsamlegt að treysta yfirvöldum í blindni. Þess vegna er sjálfsagt að almenningur spyrji áleitinna spurninga (sem fjölmiðlar mættu líka vera mun duglegri í), og eðlilegt að ætlast til skýrra svara yfirvalda við þeim spurningum. Ef við viljum vera "öll í þessu saman", þá þurfa þau sem telja sig vita betur en önnur að sýna umburðarlyndi og vilja til að rökræða á hrokalausan hátt við hin sem minni þekkingu hafa. Það er skemmtilegur orðaleikur, og ekki alltaf óviðeigandi, að uppnefna þau kóvita sem þykjast vera með á hreinu hver þróunin verði og hvernig eigi að standa að vörnunum, án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En gleymum því ekki að við erum öll óvitar á þessu sviði í þeim skilningi að það er ekki til áreiðanleg sérfræðiþekking um hvernig best sé að bregðast við. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði né tölfræði, og sú stærðfræðikunnátta mín sem hér skiptir máli er ekkert umfram það sem fyrstaársnemar í verkfræði þurfa að ráða við. Ég er ekki að gagnrýna ákvarðanir íslenskra sóttvarnayfirvalda. Skiljanlega hefur margt fólk áhyggjur af kórónuveirufaraldrinum, og af því hvort yfirvöld séu að bregðast við með besta mögulega hætti. Eðlilega koma upp efasemdir um viðbrögðin, enda ekki til nein þrautreynd uppskrift að því hvernig best sé að bregðast við þessari veiru. Þess vegna er óskynsamlegt að ráðast með offorsi á það fólk sem leyfir sér að viðra slíkar efasemdir, jafnvel þótt sumt af því færi fram rök sem auðvelt er að sjá að halda ekki vatni. Í þeim tilfellum væri betra að þau sem sjá mistökin reyndu að útskýra þau fyrir viðkomandi. Auðvitað eru meðal þeirra sem flagga órökréttum staðhæfingum fólk sem ætti að vita betur, og fólk sem virðist bókstaflega tala gegn því sem ætti að vera betri vitund þess, ef það hugsaði gagnrýnið um staðhæfingar sínar. Og vissulega er það fólk að vinna óþurftaverk með því að rugla umræðuna, og sjálfsagt er að skamma það, að ekki sé minnst á stórhættulegar ráðleggingar eins og þá að nota klór sem meðal við veirunni. En sá hroki sem sumt fólk sýnir – meðal þeirra sem hafa til að bera þekkingu til að sjá í gegnum augljós mistök í röksemdafærslum leikmanna – er ekki líklegur til að hjálpa því fólki til skilnings, né heldur hinum, sem fylgast með umræðunum og hallast að kenningum sem eru illa undirbyggðar eða jafnvel tóm þvæla. Margt af því fólki sem hefur sæmilegan skilning á grundvallaratriðunum gerir sig sjálft stundum sekt um sams konar mistök. Sum þeirra sem hafa hraunað yfir "kóvita" hafa sjálf til dæmis vitnað í áhugaverða grein eftir stærðfræðinginn Pawel Bartoszek, til stuðnings þeirri staðhæfingu að rétt sé að treysta íslenskum sóttvarnayfirvöldum, af því þau séu augljóslega að standa sig vel. Mér skilst að meira segja sóttvarnalæknirinn sjálfur hafi nefnt þessa grein máli sínu til stuðnings. Í grein Pawels er haldið fram að ekkert Evrópuland hafi tafið faraldurinn betur en Ísland. Gögnin sem vísað er í virðast líka sýna það. En hér eru forsendurnar afar einfaldar, bara skoðaður hraðinn á fjölgun smita eftir að hundraðasta smitið fannst í hverju landi. Augljós veikleiki er t.d. að fjöldi greindra smita segir ekki endilega hversu mörg smitin í viðkomandi landi voru i raun á þeim tíma. Auk þess má gera ráð fyrir að máli skipti hvernig fyrstu hundrað smitin dreifðust í tíma og rúmi í hverju landi. Umfram allt eru gögnin enn svo lítil að ekki er hægt að draga miklar ályktanir um aðgerðir sem eiga að skila árangri eftir talsverðan tíma. Þetta er ekki sagt Pawel til hnjóðs; grein hans er áhugaverð og upplýsandi fyrir umræðuna. Hins vegar er óverjandi að hampa þessari greiningu sem sönnun þess að íslensku yfirvöldin séu að standa sig vel (sem Pawel gerir ekki beinlínis í greininni); sú röksemdafærsla er lítið skárri en margt af því sem „kóvitar“ hafa haldið fram. Ekki síður mikilvæg er sú staðreynd að sérfræðingar heimsins hafa mjög ólíkar skoðanir á hver séu skynsamlegustu viðbrögðin. Hér og hér má til dæmis sjá gerólíka afstöðu sérfræðinga. Sú staðreynd sýnir að það sé óskynsamlegt að treysta yfirvöldum í blindni. Þess vegna er sjálfsagt að almenningur spyrji áleitinna spurninga (sem fjölmiðlar mættu líka vera mun duglegri í), og eðlilegt að ætlast til skýrra svara yfirvalda við þeim spurningum. Ef við viljum vera "öll í þessu saman", þá þurfa þau sem telja sig vita betur en önnur að sýna umburðarlyndi og vilja til að rökræða á hrokalausan hátt við hin sem minni þekkingu hafa. Það er skemmtilegur orðaleikur, og ekki alltaf óviðeigandi, að uppnefna þau kóvita sem þykjast vera með á hreinu hver þróunin verði og hvernig eigi að standa að vörnunum, án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. En gleymum því ekki að við erum öll óvitar á þessu sviði í þeim skilningi að það er ekki til áreiðanleg sérfræðiþekking um hvernig best sé að bregðast við. Höfundur er stærðfræðingur.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun