Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Ellen Calmon skrifar 23. mars 2020 19:14 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um en þær varða fimmþúsundkallinn til allra eldri en 18 ára til að styrkja ferðaþjónustuna og svo barnabæturnar. Til stendur að greiða sérstakan barnabótaauka 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðaltekjur en 927 þúsund krónur á mánuði árið 2019 fá 40 þúsund krónur á hvert barn og aðrir 20 þúsund krónur. Þarf fólk með meðaltekjur sem nema um milljón eða meira á mánuði á þessum 20 þúsund krónum að halda? Munu tuttuguþúsund krónur breyta einhverju fyrir börnin þeirra? Ég held ekki. Þessi hluti aðgerðanna minnir mig helst á aðgerð í kjölfar efnahagshrunsins sem Miðflokksfólk, þá Framsóknarfólk, greip til og fólst í niðurgreiðslu húsnæðislána meðal annars til þokkalega vel stæðra einstaklinga. Kostnaður við þessar tvær framangreindar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar er um 4,6 milljarður króna samkvæmt slæðusýningu á vef stjórnarráðsins sem hægt er að skoða hér. Fimmþúsundkallinn minn í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun Ég vil setja minn fimmþúsundkall og sérstakar barnabætur í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun. Slík stofnun hefur verið á dagskrá stjórnvalda í mörg ár en ekki hefur verið vilji til að raungera, þrátt fyrir ítrekaða áminningu, meðal annars frá Sameinuðu þjóðunum. Það kostar kannski um 60 milljónir að koma á sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun. Nú eru viðkvæmir hópar í enn meiri hættu en áður. Meiri hætta að á þeim verði brotið og að þjónusta við þá verði skert. Börn, konur, fatlaðar konur, fatlað fólk, veikt fólk, aldrað fólk og fleiri eru þar á meðal. Stjórnvöldum ber þjóðréttarleg skylda til að koma á fót sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Mannréttindi á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf Á Íslandi höfum við nú Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er í raun frjáls félagasamtök líkt og Hundaræktarfélag Íslands. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur tvo starfsmenn og hefur engan veginn bolmagn né stjórnskipulega stöðu til að sinna öllum þeim verkefnum sem frjáls og óháð mannréttindastofnun á að sinna. Eigum við að búa við það að litið sé á eftirlit og vernd með mannréttindum á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf? Eftirlit og vernd mannréttinda er enn mikilvægari nú á tímum COVID19 en áður! Ellen Calmon er forman Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í European Women‘s Lobby. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um en þær varða fimmþúsundkallinn til allra eldri en 18 ára til að styrkja ferðaþjónustuna og svo barnabæturnar. Til stendur að greiða sérstakan barnabótaauka 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðaltekjur en 927 þúsund krónur á mánuði árið 2019 fá 40 þúsund krónur á hvert barn og aðrir 20 þúsund krónur. Þarf fólk með meðaltekjur sem nema um milljón eða meira á mánuði á þessum 20 þúsund krónum að halda? Munu tuttuguþúsund krónur breyta einhverju fyrir börnin þeirra? Ég held ekki. Þessi hluti aðgerðanna minnir mig helst á aðgerð í kjölfar efnahagshrunsins sem Miðflokksfólk, þá Framsóknarfólk, greip til og fólst í niðurgreiðslu húsnæðislána meðal annars til þokkalega vel stæðra einstaklinga. Kostnaður við þessar tvær framangreindar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar er um 4,6 milljarður króna samkvæmt slæðusýningu á vef stjórnarráðsins sem hægt er að skoða hér. Fimmþúsundkallinn minn í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun Ég vil setja minn fimmþúsundkall og sérstakar barnabætur í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun. Slík stofnun hefur verið á dagskrá stjórnvalda í mörg ár en ekki hefur verið vilji til að raungera, þrátt fyrir ítrekaða áminningu, meðal annars frá Sameinuðu þjóðunum. Það kostar kannski um 60 milljónir að koma á sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun. Nú eru viðkvæmir hópar í enn meiri hættu en áður. Meiri hætta að á þeim verði brotið og að þjónusta við þá verði skert. Börn, konur, fatlaðar konur, fatlað fólk, veikt fólk, aldrað fólk og fleiri eru þar á meðal. Stjórnvöldum ber þjóðréttarleg skylda til að koma á fót sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Mannréttindi á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf Á Íslandi höfum við nú Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er í raun frjáls félagasamtök líkt og Hundaræktarfélag Íslands. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur tvo starfsmenn og hefur engan veginn bolmagn né stjórnskipulega stöðu til að sinna öllum þeim verkefnum sem frjáls og óháð mannréttindastofnun á að sinna. Eigum við að búa við það að litið sé á eftirlit og vernd með mannréttindum á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf? Eftirlit og vernd mannréttinda er enn mikilvægari nú á tímum COVID19 en áður! Ellen Calmon er forman Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í European Women‘s Lobby.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun