Hamar telur ákvörðun KKÍ ólöglega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 13:30 Maté Dalmay, þjálfari Hamars, sagði stjórn KKÍ til syndanna í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla sem allt stefndi í. Þjálfari Hamars, Maté Dalmay, hefur látið skoðun sína á málinu í ljós. Þar á meðal í Sportinu í dag, þætti sem Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra á Stöð 2 Sport. Þar sagði hann meðal annars eftirfarandi: „Mér finnst eðlilegt að taka sér svolítið langan tíma í svona ákvörðun. Ræða þetta fram og til baka og kasta hugmyndum á milli sín eins og allar deildir í heimi eru að gera. Það liggur ekkert á að taka þessa ákvörðun. Það eru sjö mánuðir í næsta tímabil. Mér finnst langeðlilegast ef formenn allra liða væru á þessum fundi og menn komist að niðurstöðu þar sem allir taka eitthvað högg á sig í staðinn fyrir að láta Grindavík kvenna og Hamar karla taka allt höggið á sig á meðan allir hinir eru grenjandi úr hlátri.“ „Stundum er talað um að taka bestu verstu ákvörðunina. Þetta var versta versta ákvörðunin. Þetta er ekki eins og Hannes [S. Jónsson, formaður KKÍ] talaði um í fjölmiðlum, rosalega erfið og ósanngjörn ákvörðun. Þetta er ekki erfið eða ósanngjörn ákvörðun fyrir neinn. Það er enginn rökstuðningur á bak við þetta, engar útskýringar. Þetta bitnar ekkert á öllum. Þetta bitnar bara á okkur og Grindavík kvenna.“ Nú hefur stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars tekið undir með þjálfara liðsins en tilkynninguna má lesa hér að neðan. Tilkynning Hamars Í tilefni ákvörðunar stjórnar KKÍ um lok keppnistímabilsins 2019/2020 í körfuknattleik. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars lýsir yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnar KKÍ um það hvernig keppnistímabilinu 2019/2020 er lokið. Við fordæmum vinnubrögð stjórnar KKÍ, úrslit eiga að ráðast á leikvelli en ekki við fundarborð KKÍ. Ákvörðun stjórnar KKÍ er að okkar mati ólögleg. Við hvetjum stjórn KKÍ til að endurskoða ákvörðun sína. Með vinsemd og verðingu f.h. körfuknattleiksdeildar Hamars Lárus Ingi Friðfinnsson, formaður Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í dag Hveragerði Tengdar fréttir Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. 20. mars 2020 14:00 „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla sem allt stefndi í. Þjálfari Hamars, Maté Dalmay, hefur látið skoðun sína á málinu í ljós. Þar á meðal í Sportinu í dag, þætti sem Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson stýra á Stöð 2 Sport. Þar sagði hann meðal annars eftirfarandi: „Mér finnst eðlilegt að taka sér svolítið langan tíma í svona ákvörðun. Ræða þetta fram og til baka og kasta hugmyndum á milli sín eins og allar deildir í heimi eru að gera. Það liggur ekkert á að taka þessa ákvörðun. Það eru sjö mánuðir í næsta tímabil. Mér finnst langeðlilegast ef formenn allra liða væru á þessum fundi og menn komist að niðurstöðu þar sem allir taka eitthvað högg á sig í staðinn fyrir að láta Grindavík kvenna og Hamar karla taka allt höggið á sig á meðan allir hinir eru grenjandi úr hlátri.“ „Stundum er talað um að taka bestu verstu ákvörðunina. Þetta var versta versta ákvörðunin. Þetta er ekki eins og Hannes [S. Jónsson, formaður KKÍ] talaði um í fjölmiðlum, rosalega erfið og ósanngjörn ákvörðun. Þetta er ekki erfið eða ósanngjörn ákvörðun fyrir neinn. Það er enginn rökstuðningur á bak við þetta, engar útskýringar. Þetta bitnar ekkert á öllum. Þetta bitnar bara á okkur og Grindavík kvenna.“ Nú hefur stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars tekið undir með þjálfara liðsins en tilkynninguna má lesa hér að neðan. Tilkynning Hamars Í tilefni ákvörðunar stjórnar KKÍ um lok keppnistímabilsins 2019/2020 í körfuknattleik. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars lýsir yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnar KKÍ um það hvernig keppnistímabilinu 2019/2020 er lokið. Við fordæmum vinnubrögð stjórnar KKÍ, úrslit eiga að ráðast á leikvelli en ekki við fundarborð KKÍ. Ákvörðun stjórnar KKÍ er að okkar mati ólögleg. Við hvetjum stjórn KKÍ til að endurskoða ákvörðun sína. Með vinsemd og verðingu f.h. körfuknattleiksdeildar Hamars Lárus Ingi Friðfinnsson, formaður
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Sportið í dag Hveragerði Tengdar fréttir Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. 20. mars 2020 14:00 „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Kjartan Atli: Hefði núllað þetta tímabil út Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds bauð upp á sitt „hot take“ á ákvörðun KKÍ um að færa lið á milli deilda þótt að úrslit mótsins væru ekki ráðin. 20. mars 2020 14:00
„Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44
Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00
Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti