Körfubolti

Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Hermannsson er í heimasóttkví en ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í dag.
Martin Hermannsson er í heimasóttkví en ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í dag. skjáskot/stöð 2

Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar.

Martin varð bikarmeistari með Alba í síðasta mánuði og hafði verið að spila afar vel þegar keppni í Euroleague og þýsku deildinni var frestað vegna kórónuveirunnar.

„Ég verð samningslaus eftir leiktíðina og það gerir þetta ennþá skrýtnara. Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast. Sem betur fer náði ég að sýna einhverjar góðar hliðar í vetur, sérstaklega síðustu tvo mánuðina, þannig að vonandi muna menn eftir því. En það er svolítið leiðinlegt að ná ekki að klára aðalmarkmiðið með Alba Berlín í vetur, og erfitt að skilja við þá í þessum aðstæðum. Að fá ekki að keppa um þann stóra einu sinni enn,“ sagði Martin í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.  Innslagið má sjá hér að neðan. Ljóst er að enn betri lið en Alba Berlín eru með Vesturbæinginn í sigtinu:

„Ég veit ekkert hvert ég er að fara í sumar eða hvað ég geri, og hvað verður hreinlega. Ég vona bara að ég geti fengið vinnu á næstu leiktíð, það er svona það sem maður pælir aðallega í núna. Það verður erfitt að fara frá Berlín. Lífið og klúbburinn, það er allt pottþétt þar. En mig langar líka að sjá hvað ég get náð langt og í hversu gott lið ég gæti komist. Þetta verður grandskoðað í sumar.“

Klippa: Martin í sóttkví og samningslaus í sumar

Tengdar fréttir

EuroLeague frestar leikjum ótímabundið

FIBA, alþjóða körfuboltasambandið, hefur frestað öllum leikjum sínum ótímabundið. EuroLeague hefur einnig frestað leikjum en þar spilar íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sem leikur með Alba Berlín.

Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum.

Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða

"Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.