Handbolti

Guðrún Erla úr Hafnarfirði í Safamýri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðrún Erla mun að öllum líkindum leika í bláu næsta vetur.
Guðrún Erla mun að öllum líkindum leika í bláu næsta vetur. Vísir/Vilhelm

Guðrún Erla Bjarnadóttir, einn besti leikmaður Hauka í Olís-deild kvenna undanfarin ár, er á leiðinni til Fram samkvæmt heimildum mbl.is. Fram á þó enn eftir að staðfesta þessar fréttir en reikna má með tilkynningu þess efnis á komandi dögum.

Það virðist vera nóg að gera á skrifstofu Fram þessa dagana en Breki Dagsson, leikmaður Fjölnis, gekk til liðs við félagið í dag.

Guðrún Erla fór mikinn í liði Hauka í vetur og skoraði 60 mör í þeim átján leikjum sem hún lék í vetur. Þá hefur hún leiið með HK og Stjörnunni. Hún færir sig nú enn á ný um set.

Olís-deild kvenna var flautuð af vegna Covid-19 faraldursins. Það var því ekkert lið krýnt meistari en Fram er ríkjandi bikar- og deildarmeistari á meðan Haukar enduðu í 5. sæti þegar deildin var flautuð af.

Það er ljóst að Framstúlkur ætla sér alla titlana sem eru í boði á komandi leiktíð.


Tengdar fréttir

Breki í fótspor föður síns og æskuvinar

Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×