Körfubolti

25 ár í dag frá frægu „I’m back“ fréttatilkynningu Michael Jordan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan á ferð í leik með Chicago Bulls í desember 1995 eða nokkrum mánuðum eftir að hann sneri til baka.
Michael Jordan á ferð í leik með Chicago Bulls í desember 1995 eða nokkrum mánuðum eftir að hann sneri til baka. Getty/Scott Cunningham

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan sneri aftur í NBA deildina á þessum degi fyrir 25 árum síðan, 18. mars 1995, en hann hafði þá verið í sjálfskipuðu fríi frá deildinni síðan að hann varð NBA meistari þriðja árið í röð í júní 1993.

Michael Jordan var besti leikmaður NBA-deildarinnar þegar hann hætti óvænt og fór þess í stað að spila hafnabolta með litlum árangri.

Hér fyrir neðan er stutt myndband um þennan sögulega dag fyrir 25 árum síðan.

Jordan saknaði þarna körfuboltans og var farinn að láta sjá sig oftar og oftar á æfingum með Chicago Bulls.

Þetta var farið að spyrjast út og því kom það íþróttafréttamönnum ekki alveg í opna skjöldu þegar Jordan sagðist vera kominn til baka.

Það breytir því þó ekki að þetta voru risafréttir fyrir NBA-deildina.

Chicago Bulls náði reyndar ekki að vinna titilinn þetta sumar (1995) en Jordan tók vel á því allt sumarið og Bulls liðið var síðan með yfirburðarlið tímabilið 1995-96.

Michael Jordan hætti síðan aftur eftir að hann varð aftur NBA-meistari þrjú ár í röð með Bulls-liðinu. Hann kom reyndar aftur til baka sem leikmaður Washington Wizards um aldarmótin en það er önnur saga.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×