„Þetta var mjög svekkjandi“ | Ragnheiður heldur í vonina um úrslitakeppni Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 22:00 Ragnheiður Júlíusdóttir við Framheimilið í dag. skjáskot/stöð 2 sport „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin með að þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir í Sportinu í dag, nýjum íþróttaþætti Stöðvar 2 Sport. Ragnheiður og stöllur í Fram voru einum leik frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar allri handboltakeppni á Íslandi var frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar. Ragnheiður ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir utan íþróttahús Fram í Safamýrinni í dag, þar sem hún er vön að verja deginum við æfingar og þjálfun yngri flokka. Innslagið má sjá neðst í fréttinni. „Það er ekkert að frétta eins og er. Engin þjálfun og engar æfingar svo það er mjög lítið að gera. Þetta er mjög skrýtið ástand en við tökum þessu bara eins og þetta er,“ sagði Ragnheiður. Fram er fimm stigum á undan Val á toppi Olís-deildarinnar og sigur gegn Stjörnunni síðasta föstudagskvöld hefði tryggt liðinu deildarmeistaratitilinn: „Það var stutt í mætingu og maður var búinn að peppa sig upp í leikinn og til í að spila. En við vonum það besta og reynum að vera jákvæðar, og vonum að við fáum að klára deildina og að það verði úrslitakeppni, sama hvernig hún verður. Þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður. Hún segir Framkonur opnar fyrir ýmsum lausnum til að klára Íslandsmótið en hvað þætti henni um að efsta lið deildarinnar yrði einfaldlega krýnt Íslandsmeistari, án úrslitakeppni? „Það væri mjög skrýtið. Ég veit ekki hvort að manni myndi líða eins og að maður ætti þetta verðskuldað. En maður sér á Norðurlöndunum að það er búið að aflýsa öllu, og þetta er bara mjög skrýtið ástand. Við treystum bara HSÍ og ÍSÍ til að finna niðurstöðu í þessu.“ Klippa: Ragnheiður Júlíusdóttir um ástandið Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sportið í dag Tengdar fréttir Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. 17. mars 2020 07:00 HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. 13. mars 2020 16:35 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
„Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin með að þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir í Sportinu í dag, nýjum íþróttaþætti Stöðvar 2 Sport. Ragnheiður og stöllur í Fram voru einum leik frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar allri handboltakeppni á Íslandi var frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar. Ragnheiður ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir utan íþróttahús Fram í Safamýrinni í dag, þar sem hún er vön að verja deginum við æfingar og þjálfun yngri flokka. Innslagið má sjá neðst í fréttinni. „Það er ekkert að frétta eins og er. Engin þjálfun og engar æfingar svo það er mjög lítið að gera. Þetta er mjög skrýtið ástand en við tökum þessu bara eins og þetta er,“ sagði Ragnheiður. Fram er fimm stigum á undan Val á toppi Olís-deildarinnar og sigur gegn Stjörnunni síðasta föstudagskvöld hefði tryggt liðinu deildarmeistaratitilinn: „Það var stutt í mætingu og maður var búinn að peppa sig upp í leikinn og til í að spila. En við vonum það besta og reynum að vera jákvæðar, og vonum að við fáum að klára deildina og að það verði úrslitakeppni, sama hvernig hún verður. Þetta var mjög svekkjandi,“ sagði Ragnheiður. Hún segir Framkonur opnar fyrir ýmsum lausnum til að klára Íslandsmótið en hvað þætti henni um að efsta lið deildarinnar yrði einfaldlega krýnt Íslandsmeistari, án úrslitakeppni? „Það væri mjög skrýtið. Ég veit ekki hvort að manni myndi líða eins og að maður ætti þetta verðskuldað. En maður sér á Norðurlöndunum að það er búið að aflýsa öllu, og þetta er bara mjög skrýtið ástand. Við treystum bara HSÍ og ÍSÍ til að finna niðurstöðu í þessu.“ Klippa: Ragnheiður Júlíusdóttir um ástandið
Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Sportið í dag Tengdar fréttir Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56 Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35 HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. 17. mars 2020 07:00 HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. 13. mars 2020 16:35 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Nýr íþróttaþáttur hefur göngu sína í dag | Guðni Bergsson mætir í sett Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson stýra nýjum íþróttaþætti, Sportið í dag, á Stöð 2 Sport. 16. mars 2020 11:56
Sjáðu fyrsta þáttinn af Sportið í dag Nýr íþróttaþáttur hóf göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. 16. mars 2020 15:35
HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. 17. mars 2020 07:00
HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum leikjum ótímabundið frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ. 13. mars 2020 16:35