Háskólanemi í sófanum heima Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 16. mars 2020 15:00 Háskólanám á Íslandi er mjög fjölbreytt. Á Íslandi starfa nú sjö háskólar um allt land sem bjóða upp á ýmsar námsleiðir og sumir sérhæfa sig í ýmsum fögum. Margar háskóladeildir á Íslandi hafa hafið fjarnám og upptökur á fyrirlestrum sínum. Það er jákvæð þróun enda auðveldar það nemendum lífið svo um munar og gerir mörgum kleift að stunda nám sem gætu það annars ekki. Mörg þeirra sem hefja nám á háskólastigi eru farin að stofna fjölskyldur, vinna til að sjá fyrir sér, eiga erfitt með ferðalög, eiga misauðvelt með nám og eru í mismunandi aðstæðum. Því kjósa margir að fara í fjarnám. Í nútímasamfélagi ætti fjarnám að vera mun stærri hluti af háskólasamfélaginu en raun ber vitni. Í kjölfar ljósleiðaravæðingarinnar er mun auðveldara fyrir fólk að byrja að stunda nám án þess að flytja langar leiðir. Því gæti aukið fjarnám aukið möguleika á að bæta við sig menntun, komið í veg fyrir spekileka minni samfélaga, gefið fjölskyldufólki og námsmönnum meiri möguleika á því að velja hvar þau búa og yrði góð leið til þess að styrkja landsbyggðina. Einnig yrðu upptökur á fyrirlestrum til þess að nemendur gætu fylgst betur með náminu sínu því oft koma upp aðstæður sem hindra nemendur í því að mæta í tíma eins og veikindi og veðurfar. Þær háskóladeildir sem hafa byrjað með fjarnám og upptökur á fyrirlestrum eiga hrós skilið. En því miður eru aðrar deildir sem eiga enn langt í land. Margar námsbrautir eru einungis í boði í staðnámi. Þá er í flestum tilvikum mætingarskylda í tíma. Stundum er það skiljanlegt þar sem sumar námsbrautir ganga út á verklega kennslu. En þegar námið byggist aðallega á fyrirlestrum, lestri og stafrænum verkefnaskilum þá er mér í mun að skilja hvers vegna það býðst ekki í fjarnámi. Fjarnámið getur létt mikið á háskólanum sjálfum og nemendum. Umræður í tímunum eru mun betri þegar færri eru í stofunni heldur en þegar yfir hundrað nemendur mæta í tíma. Í staðnáminu eru mörg vandamál sem koma upp. Umræður í tíma verða mjög takmarkaðar vegna fjölda nemenda og þurfa nemendur stundum að mæta um leið og stofan er opnuð til þess að ná sæti. Síðan heyrist misvel í kennurum þannig að það er eins gott að sitja ekki aftast. Fyrirlestrar eru ekki teknir upp í sumum deildum, þrátt fyrir að búnaður sé til staðar, vegna þess að það er ekki vaninn. Ég get ekki séð að nemandi læri meira í þeim aðstæðum heldur en sitjandi upp í sófa heima og hlusta á fyrirlesturinn í tölvunni og hafa þann valkost að geta spólað til baka og hlustað aftur á það sem var óskiljanlegt og geta svo glósað á sínum hraða. Nemendur eru mismunandi og fólk á fullorðinsaldri á að geta skipulagt og borið ábyrgð á sínu eigin námi. Kostirnir fyrir háskólasamfélagið gætu einnig orðið mjög miklir: Styttri biðlistar á stúdentagarða, minni umferð, meira pláss fyrir nemendur og betri umræður í tímum. Þetta gæti líka létt verulega á umferð sem myndi skila sér í minna viðhaldi og bættari samgöngum. Því skil ég ekki hvers vegna reynt er að halda i fornar kennsluaðferðir eins og er gert í dag. Síðustu daga hefur fjarnám, fjarvinna og samskipti í gegnum netið skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þurfa að vera heima í meira mæli en áður vegna þess faraldurs sem nú geysar. Ég vona því að þeir skólar sem taka upp fjarnám í fögum sem hafa ekki boðið upp á það áður haldi því áfram til að bæta aðstæður fyrir nemendur og skólann sjálfan. Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólanám á Íslandi er mjög fjölbreytt. Á Íslandi starfa nú sjö háskólar um allt land sem bjóða upp á ýmsar námsleiðir og sumir sérhæfa sig í ýmsum fögum. Margar háskóladeildir á Íslandi hafa hafið fjarnám og upptökur á fyrirlestrum sínum. Það er jákvæð þróun enda auðveldar það nemendum lífið svo um munar og gerir mörgum kleift að stunda nám sem gætu það annars ekki. Mörg þeirra sem hefja nám á háskólastigi eru farin að stofna fjölskyldur, vinna til að sjá fyrir sér, eiga erfitt með ferðalög, eiga misauðvelt með nám og eru í mismunandi aðstæðum. Því kjósa margir að fara í fjarnám. Í nútímasamfélagi ætti fjarnám að vera mun stærri hluti af háskólasamfélaginu en raun ber vitni. Í kjölfar ljósleiðaravæðingarinnar er mun auðveldara fyrir fólk að byrja að stunda nám án þess að flytja langar leiðir. Því gæti aukið fjarnám aukið möguleika á að bæta við sig menntun, komið í veg fyrir spekileka minni samfélaga, gefið fjölskyldufólki og námsmönnum meiri möguleika á því að velja hvar þau búa og yrði góð leið til þess að styrkja landsbyggðina. Einnig yrðu upptökur á fyrirlestrum til þess að nemendur gætu fylgst betur með náminu sínu því oft koma upp aðstæður sem hindra nemendur í því að mæta í tíma eins og veikindi og veðurfar. Þær háskóladeildir sem hafa byrjað með fjarnám og upptökur á fyrirlestrum eiga hrós skilið. En því miður eru aðrar deildir sem eiga enn langt í land. Margar námsbrautir eru einungis í boði í staðnámi. Þá er í flestum tilvikum mætingarskylda í tíma. Stundum er það skiljanlegt þar sem sumar námsbrautir ganga út á verklega kennslu. En þegar námið byggist aðallega á fyrirlestrum, lestri og stafrænum verkefnaskilum þá er mér í mun að skilja hvers vegna það býðst ekki í fjarnámi. Fjarnámið getur létt mikið á háskólanum sjálfum og nemendum. Umræður í tímunum eru mun betri þegar færri eru í stofunni heldur en þegar yfir hundrað nemendur mæta í tíma. Í staðnáminu eru mörg vandamál sem koma upp. Umræður í tíma verða mjög takmarkaðar vegna fjölda nemenda og þurfa nemendur stundum að mæta um leið og stofan er opnuð til þess að ná sæti. Síðan heyrist misvel í kennurum þannig að það er eins gott að sitja ekki aftast. Fyrirlestrar eru ekki teknir upp í sumum deildum, þrátt fyrir að búnaður sé til staðar, vegna þess að það er ekki vaninn. Ég get ekki séð að nemandi læri meira í þeim aðstæðum heldur en sitjandi upp í sófa heima og hlusta á fyrirlesturinn í tölvunni og hafa þann valkost að geta spólað til baka og hlustað aftur á það sem var óskiljanlegt og geta svo glósað á sínum hraða. Nemendur eru mismunandi og fólk á fullorðinsaldri á að geta skipulagt og borið ábyrgð á sínu eigin námi. Kostirnir fyrir háskólasamfélagið gætu einnig orðið mjög miklir: Styttri biðlistar á stúdentagarða, minni umferð, meira pláss fyrir nemendur og betri umræður í tímum. Þetta gæti líka létt verulega á umferð sem myndi skila sér í minna viðhaldi og bættari samgöngum. Því skil ég ekki hvers vegna reynt er að halda i fornar kennsluaðferðir eins og er gert í dag. Síðustu daga hefur fjarnám, fjarvinna og samskipti í gegnum netið skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þurfa að vera heima í meira mæli en áður vegna þess faraldurs sem nú geysar. Ég vona því að þeir skólar sem taka upp fjarnám í fögum sem hafa ekki boðið upp á það áður haldi því áfram til að bæta aðstæður fyrir nemendur og skólann sjálfan. Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar