Háskólanemi í sófanum heima Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 16. mars 2020 15:00 Háskólanám á Íslandi er mjög fjölbreytt. Á Íslandi starfa nú sjö háskólar um allt land sem bjóða upp á ýmsar námsleiðir og sumir sérhæfa sig í ýmsum fögum. Margar háskóladeildir á Íslandi hafa hafið fjarnám og upptökur á fyrirlestrum sínum. Það er jákvæð þróun enda auðveldar það nemendum lífið svo um munar og gerir mörgum kleift að stunda nám sem gætu það annars ekki. Mörg þeirra sem hefja nám á háskólastigi eru farin að stofna fjölskyldur, vinna til að sjá fyrir sér, eiga erfitt með ferðalög, eiga misauðvelt með nám og eru í mismunandi aðstæðum. Því kjósa margir að fara í fjarnám. Í nútímasamfélagi ætti fjarnám að vera mun stærri hluti af háskólasamfélaginu en raun ber vitni. Í kjölfar ljósleiðaravæðingarinnar er mun auðveldara fyrir fólk að byrja að stunda nám án þess að flytja langar leiðir. Því gæti aukið fjarnám aukið möguleika á að bæta við sig menntun, komið í veg fyrir spekileka minni samfélaga, gefið fjölskyldufólki og námsmönnum meiri möguleika á því að velja hvar þau búa og yrði góð leið til þess að styrkja landsbyggðina. Einnig yrðu upptökur á fyrirlestrum til þess að nemendur gætu fylgst betur með náminu sínu því oft koma upp aðstæður sem hindra nemendur í því að mæta í tíma eins og veikindi og veðurfar. Þær háskóladeildir sem hafa byrjað með fjarnám og upptökur á fyrirlestrum eiga hrós skilið. En því miður eru aðrar deildir sem eiga enn langt í land. Margar námsbrautir eru einungis í boði í staðnámi. Þá er í flestum tilvikum mætingarskylda í tíma. Stundum er það skiljanlegt þar sem sumar námsbrautir ganga út á verklega kennslu. En þegar námið byggist aðallega á fyrirlestrum, lestri og stafrænum verkefnaskilum þá er mér í mun að skilja hvers vegna það býðst ekki í fjarnámi. Fjarnámið getur létt mikið á háskólanum sjálfum og nemendum. Umræður í tímunum eru mun betri þegar færri eru í stofunni heldur en þegar yfir hundrað nemendur mæta í tíma. Í staðnáminu eru mörg vandamál sem koma upp. Umræður í tíma verða mjög takmarkaðar vegna fjölda nemenda og þurfa nemendur stundum að mæta um leið og stofan er opnuð til þess að ná sæti. Síðan heyrist misvel í kennurum þannig að það er eins gott að sitja ekki aftast. Fyrirlestrar eru ekki teknir upp í sumum deildum, þrátt fyrir að búnaður sé til staðar, vegna þess að það er ekki vaninn. Ég get ekki séð að nemandi læri meira í þeim aðstæðum heldur en sitjandi upp í sófa heima og hlusta á fyrirlesturinn í tölvunni og hafa þann valkost að geta spólað til baka og hlustað aftur á það sem var óskiljanlegt og geta svo glósað á sínum hraða. Nemendur eru mismunandi og fólk á fullorðinsaldri á að geta skipulagt og borið ábyrgð á sínu eigin námi. Kostirnir fyrir háskólasamfélagið gætu einnig orðið mjög miklir: Styttri biðlistar á stúdentagarða, minni umferð, meira pláss fyrir nemendur og betri umræður í tímum. Þetta gæti líka létt verulega á umferð sem myndi skila sér í minna viðhaldi og bættari samgöngum. Því skil ég ekki hvers vegna reynt er að halda i fornar kennsluaðferðir eins og er gert í dag. Síðustu daga hefur fjarnám, fjarvinna og samskipti í gegnum netið skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þurfa að vera heima í meira mæli en áður vegna þess faraldurs sem nú geysar. Ég vona því að þeir skólar sem taka upp fjarnám í fögum sem hafa ekki boðið upp á það áður haldi því áfram til að bæta aðstæður fyrir nemendur og skólann sjálfan. Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Háskólanám á Íslandi er mjög fjölbreytt. Á Íslandi starfa nú sjö háskólar um allt land sem bjóða upp á ýmsar námsleiðir og sumir sérhæfa sig í ýmsum fögum. Margar háskóladeildir á Íslandi hafa hafið fjarnám og upptökur á fyrirlestrum sínum. Það er jákvæð þróun enda auðveldar það nemendum lífið svo um munar og gerir mörgum kleift að stunda nám sem gætu það annars ekki. Mörg þeirra sem hefja nám á háskólastigi eru farin að stofna fjölskyldur, vinna til að sjá fyrir sér, eiga erfitt með ferðalög, eiga misauðvelt með nám og eru í mismunandi aðstæðum. Því kjósa margir að fara í fjarnám. Í nútímasamfélagi ætti fjarnám að vera mun stærri hluti af háskólasamfélaginu en raun ber vitni. Í kjölfar ljósleiðaravæðingarinnar er mun auðveldara fyrir fólk að byrja að stunda nám án þess að flytja langar leiðir. Því gæti aukið fjarnám aukið möguleika á að bæta við sig menntun, komið í veg fyrir spekileka minni samfélaga, gefið fjölskyldufólki og námsmönnum meiri möguleika á því að velja hvar þau búa og yrði góð leið til þess að styrkja landsbyggðina. Einnig yrðu upptökur á fyrirlestrum til þess að nemendur gætu fylgst betur með náminu sínu því oft koma upp aðstæður sem hindra nemendur í því að mæta í tíma eins og veikindi og veðurfar. Þær háskóladeildir sem hafa byrjað með fjarnám og upptökur á fyrirlestrum eiga hrós skilið. En því miður eru aðrar deildir sem eiga enn langt í land. Margar námsbrautir eru einungis í boði í staðnámi. Þá er í flestum tilvikum mætingarskylda í tíma. Stundum er það skiljanlegt þar sem sumar námsbrautir ganga út á verklega kennslu. En þegar námið byggist aðallega á fyrirlestrum, lestri og stafrænum verkefnaskilum þá er mér í mun að skilja hvers vegna það býðst ekki í fjarnámi. Fjarnámið getur létt mikið á háskólanum sjálfum og nemendum. Umræður í tímunum eru mun betri þegar færri eru í stofunni heldur en þegar yfir hundrað nemendur mæta í tíma. Í staðnáminu eru mörg vandamál sem koma upp. Umræður í tíma verða mjög takmarkaðar vegna fjölda nemenda og þurfa nemendur stundum að mæta um leið og stofan er opnuð til þess að ná sæti. Síðan heyrist misvel í kennurum þannig að það er eins gott að sitja ekki aftast. Fyrirlestrar eru ekki teknir upp í sumum deildum, þrátt fyrir að búnaður sé til staðar, vegna þess að það er ekki vaninn. Ég get ekki séð að nemandi læri meira í þeim aðstæðum heldur en sitjandi upp í sófa heima og hlusta á fyrirlesturinn í tölvunni og hafa þann valkost að geta spólað til baka og hlustað aftur á það sem var óskiljanlegt og geta svo glósað á sínum hraða. Nemendur eru mismunandi og fólk á fullorðinsaldri á að geta skipulagt og borið ábyrgð á sínu eigin námi. Kostirnir fyrir háskólasamfélagið gætu einnig orðið mjög miklir: Styttri biðlistar á stúdentagarða, minni umferð, meira pláss fyrir nemendur og betri umræður í tímum. Þetta gæti líka létt verulega á umferð sem myndi skila sér í minna viðhaldi og bættari samgöngum. Því skil ég ekki hvers vegna reynt er að halda i fornar kennsluaðferðir eins og er gert í dag. Síðustu daga hefur fjarnám, fjarvinna og samskipti í gegnum netið skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem þurfa að vera heima í meira mæli en áður vegna þess faraldurs sem nú geysar. Ég vona því að þeir skólar sem taka upp fjarnám í fögum sem hafa ekki boðið upp á það áður haldi því áfram til að bæta aðstæður fyrir nemendur og skólann sjálfan. Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. Höfundur er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar