Innlent

Slasaðist við að slökkva eld í potti

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkviliðið reykræsti íbúðina.
Slökkviliðið reykræsti íbúðina. Vísir/Vilhelm

Einn slasaðist við að slökkva eld sem kom upp í potti við Múlasíðu á Akureyri nú síðdegis. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar í samtali við fréttastofu.

Viðkomandi hlaut brunasár, en er lítillega slasaður samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði.

Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði, en reykræsta þurfti íbúðina.

Slökkvistarfi á vettvangi var að ljúka þegar fréttastofa náði tali af varðstjóra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.