Væntumþykja til landsins Baldvin Ari Jóhannesson og Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifa 10. desember 2020 17:00 Mikilvægur menningararfur og einsdæmi á heimsvísu Hálendið er landsvæði fullt af menningarminjum svo sem sögum af álfum og huldufólki ásamt þjóðsögum um hetjur, hörkutól og lögleysingja. Sá þáttur virðist þó lítill og ómerkilegur í samanburði við þá stórbrotnu náttúrufegurð sem þar er að finna. Fjallgarðar, eldfjöll, jöklar, háhitasvæði, sjaldgæfar jarðmyndanir og svo mætti lengi telja. Mikilvægt er að skila því áfram í hendur komandi kynslóða og jafnframt tryggja að þær kynslóðir hafi aðgang að því. Óspillt víðerni verða einnig æ sjaldgæfari á heimsvísu. Það sýnir vel sjaldgæfi slíkra jarð- og líffræðisvæða heimsins að Vatnajökulsþjóðgarður er á lista yfir heimsminjar UNESCO. Nokkrar staðreyndir um frumvarpið Í frumvarpinu er kveðið á um að ráðherra beri að setja í reglugerðir 8 nánari ákvæði um framkvæmd lagasetningarinnar. Að auki hefur ráðherra heimild að setja í reglugerðir nánari ákvæði um 9 mismunandi hluti. Þar af er einn þeirra að geta bannað akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum. Telja margir að hér sé töluvert mikið vald sett í hendur ráðuneytisins og krefjast frekari dreifstýringu líkt og á sér stað nú með skipulagi þjóðlendanna. Ógnirnar sem nú stafa að hálendinu eru þrenns konar, frekari orkuvinnsla, ágengur ferðamannastraumur og ofbeit fjár. Hálendisþjóðgarður myndi stýra betur ágangi ferðamanna og einnig banna frekari orkuvinnslu á svæðinu að frátöldum þriðja áfanga rammaáætlunnar en sá biti stendur í mörgum umhverfissinnum. Skipulag þjóðlendanna er þó ekki fullnægjandi þegar kemur að stjórnun ferðamanna en hálendisþjóðgarður myndi óneitanlega bæta fræðslu og vöktun á svæðinu með tilkomu landvarða. Hins vegar teljum við að gæta verði að kröfur um leyfisveitingu á ýmsum hlutum verði ekki svo að það virki heftandi á þá sem kjósa að ferðast um svæði þjóðgarðsins. Frumvarpið er ágreiningsmál Ungliðanefnd Ferðaklúbbsins 4x4 styður ekki frumvarpið í núverandi mynd Það eina sem þessi þjóðgarður virðist ganga útá er að friða sem mest svo hægt sé að auglýsa það og að skapa sem flest ríkisstörf í leiðinni án þess að taka raunveruleg skref til náttúruverndar. 6 virkjanir verða mögulegar innan garðsins með tilheyrandi vegavinnu, stíflugerð og lónum. Ráðuneytinu verður gefið gífurlegt vald yfir 30% af landinu. Samkvæmt lagasetningunni fá landverðir heimild til þess að stöðva för fólks um svæðið brjóti það reglur þjóðgarðsins. Það hefur sést mjög vel á Vatnajökulsþjóðgarði að ferðafrelsið hefur átt undir högg að sækja. Afla þarf leyfis vegna allra viðburða í þjóðgarðinum. Heimilt er að krefjast gjalds vegna gistingar í þjóðgarðinum. Gerð skal sérstök grein fyrir öllum vegum þar sem heimilt er að aka innan garðsins. Óheimilt er að reka atvinnutengda starfsemi í Hálendisþjóðgarði án þess að gerður sé tímabundinn samningur um slíka starfsemi. Ekki virðist vera tekið á göllum í stjórnsýslu Vatnajökulsþjóðgarðs sem frumvarpið byggir á. Formaður svæðisráðs vestursvæðis fer til dæmis núna gegn meirihluta áliti eigin svæðisráðs á vettvangi stjórnar og svo virðist sem ekkert í lögum eða reglugerðum komi í veg fyrir það. Þarna er lýðræðið ekki að virka og þetta sýnir að allir nema formaðurinn í hverju svæðisráði eru í rauninni valdalausir ef ágreiningur kemur upp. Sami galli verður áfram til staðar í komandi þjóðgarði. Ungir umhverfissinnar styðja frumvarpið Fyrirkomulag þjóðlendanna einkennist af afskiptaleysi stjórnvalda af allt of mikilvægum svæðum. Við teljum að með tilkomu þjóðgarðs fáum við loksins heilstæðan stjórnunarramma utan um þau verðmæti sem við eigum á hálendi Íslands. Við teljum lagaramma og reglugerðir þjóðgarðsins mega vera flæðandi og breytast með tíð og tíma þegar frekari reynsla fæst á skipulagningu. Vel hefur verið staðið undirbúningi og aðkoma sveitafélaganna að stjórnunar- og verndaráætlun er mikil og til fyrirmyndar. Mikil vinna hefur farið í vinnslu frumvarpsins en vinnan hófst að frumkvæði Sigrúnar Magnúsdóttur ráðherra úr Framsóknarflokknum árið 2016. Hugmyndin hefur tekið miklum breytingum síðan í samráði við ýmsa aðila. Hnökrar í rekstri þjóðgarða líkt og Vatnajökulsþjóðgarðs ber að draga fram og læra af reynslunni. Til framtíðar er rökrétt að eiga heildstæðan ramma og stjórnunar og verndaráætlun utan um svo mikilvægt svæði. Samþykkt þessa frumvarps væri í okkar huga sáttmáli um að standa vörð um viðkvæmasta svæði landsins. Náttúran á að njóta vafans. Hættum skotgrafahernaði við ákvörðun lagasetninga og reglugerða. Umræðan um stjórnun friðlýstra svæða hefur einkennst af andstæðum frá fylkingum sem eiga samt sem áður ótrúlega margt sameiginlegt. Við efumst ekki um það að lang flestir Íslendingar geti sammælst um mikilvægi þess að passa uppá hálendið. Vissulega eru ágreiningsmál og þau þarf að taka fyrir. Hvort sem frumvarpið fer í gegn eða ekki, sem er algjörlega í höndum þingmanna, er mikilvægt að raddir unga fólksins fái að heyrast. Framtíð hálendisins er málefni sem viðkemur ungu fólki hvað mest þar sem það kemur til með að erfa landið. Þau svæði sem fórnað er fyrir skammtíma-gróða eru svæði sem komandi kynslóðir missa af því að kynnast og verða að sætta sig við að lesa einungis um í bókmenntum. Ungir umhverfissinnar og ungliðanefnd Ferðaklúbbsins 4x4 koma til með að skila sitthvorri umsögninni um frumvarp umhverfisráðherra, báðar umsagnirnar bera með sér væntumþykju til landsins. Greinin er skrifuð af formanni Ungra umhverfissinna Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur og formanni Ungliðanefndar 4x4 flokksins Baldvini Ara Jóhannessyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Umhverfismál Hálendisþjóðgarður Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægur menningararfur og einsdæmi á heimsvísu Hálendið er landsvæði fullt af menningarminjum svo sem sögum af álfum og huldufólki ásamt þjóðsögum um hetjur, hörkutól og lögleysingja. Sá þáttur virðist þó lítill og ómerkilegur í samanburði við þá stórbrotnu náttúrufegurð sem þar er að finna. Fjallgarðar, eldfjöll, jöklar, háhitasvæði, sjaldgæfar jarðmyndanir og svo mætti lengi telja. Mikilvægt er að skila því áfram í hendur komandi kynslóða og jafnframt tryggja að þær kynslóðir hafi aðgang að því. Óspillt víðerni verða einnig æ sjaldgæfari á heimsvísu. Það sýnir vel sjaldgæfi slíkra jarð- og líffræðisvæða heimsins að Vatnajökulsþjóðgarður er á lista yfir heimsminjar UNESCO. Nokkrar staðreyndir um frumvarpið Í frumvarpinu er kveðið á um að ráðherra beri að setja í reglugerðir 8 nánari ákvæði um framkvæmd lagasetningarinnar. Að auki hefur ráðherra heimild að setja í reglugerðir nánari ákvæði um 9 mismunandi hluti. Þar af er einn þeirra að geta bannað akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum. Telja margir að hér sé töluvert mikið vald sett í hendur ráðuneytisins og krefjast frekari dreifstýringu líkt og á sér stað nú með skipulagi þjóðlendanna. Ógnirnar sem nú stafa að hálendinu eru þrenns konar, frekari orkuvinnsla, ágengur ferðamannastraumur og ofbeit fjár. Hálendisþjóðgarður myndi stýra betur ágangi ferðamanna og einnig banna frekari orkuvinnslu á svæðinu að frátöldum þriðja áfanga rammaáætlunnar en sá biti stendur í mörgum umhverfissinnum. Skipulag þjóðlendanna er þó ekki fullnægjandi þegar kemur að stjórnun ferðamanna en hálendisþjóðgarður myndi óneitanlega bæta fræðslu og vöktun á svæðinu með tilkomu landvarða. Hins vegar teljum við að gæta verði að kröfur um leyfisveitingu á ýmsum hlutum verði ekki svo að það virki heftandi á þá sem kjósa að ferðast um svæði þjóðgarðsins. Frumvarpið er ágreiningsmál Ungliðanefnd Ferðaklúbbsins 4x4 styður ekki frumvarpið í núverandi mynd Það eina sem þessi þjóðgarður virðist ganga útá er að friða sem mest svo hægt sé að auglýsa það og að skapa sem flest ríkisstörf í leiðinni án þess að taka raunveruleg skref til náttúruverndar. 6 virkjanir verða mögulegar innan garðsins með tilheyrandi vegavinnu, stíflugerð og lónum. Ráðuneytinu verður gefið gífurlegt vald yfir 30% af landinu. Samkvæmt lagasetningunni fá landverðir heimild til þess að stöðva för fólks um svæðið brjóti það reglur þjóðgarðsins. Það hefur sést mjög vel á Vatnajökulsþjóðgarði að ferðafrelsið hefur átt undir högg að sækja. Afla þarf leyfis vegna allra viðburða í þjóðgarðinum. Heimilt er að krefjast gjalds vegna gistingar í þjóðgarðinum. Gerð skal sérstök grein fyrir öllum vegum þar sem heimilt er að aka innan garðsins. Óheimilt er að reka atvinnutengda starfsemi í Hálendisþjóðgarði án þess að gerður sé tímabundinn samningur um slíka starfsemi. Ekki virðist vera tekið á göllum í stjórnsýslu Vatnajökulsþjóðgarðs sem frumvarpið byggir á. Formaður svæðisráðs vestursvæðis fer til dæmis núna gegn meirihluta áliti eigin svæðisráðs á vettvangi stjórnar og svo virðist sem ekkert í lögum eða reglugerðum komi í veg fyrir það. Þarna er lýðræðið ekki að virka og þetta sýnir að allir nema formaðurinn í hverju svæðisráði eru í rauninni valdalausir ef ágreiningur kemur upp. Sami galli verður áfram til staðar í komandi þjóðgarði. Ungir umhverfissinnar styðja frumvarpið Fyrirkomulag þjóðlendanna einkennist af afskiptaleysi stjórnvalda af allt of mikilvægum svæðum. Við teljum að með tilkomu þjóðgarðs fáum við loksins heilstæðan stjórnunarramma utan um þau verðmæti sem við eigum á hálendi Íslands. Við teljum lagaramma og reglugerðir þjóðgarðsins mega vera flæðandi og breytast með tíð og tíma þegar frekari reynsla fæst á skipulagningu. Vel hefur verið staðið undirbúningi og aðkoma sveitafélaganna að stjórnunar- og verndaráætlun er mikil og til fyrirmyndar. Mikil vinna hefur farið í vinnslu frumvarpsins en vinnan hófst að frumkvæði Sigrúnar Magnúsdóttur ráðherra úr Framsóknarflokknum árið 2016. Hugmyndin hefur tekið miklum breytingum síðan í samráði við ýmsa aðila. Hnökrar í rekstri þjóðgarða líkt og Vatnajökulsþjóðgarðs ber að draga fram og læra af reynslunni. Til framtíðar er rökrétt að eiga heildstæðan ramma og stjórnunar og verndaráætlun utan um svo mikilvægt svæði. Samþykkt þessa frumvarps væri í okkar huga sáttmáli um að standa vörð um viðkvæmasta svæði landsins. Náttúran á að njóta vafans. Hættum skotgrafahernaði við ákvörðun lagasetninga og reglugerða. Umræðan um stjórnun friðlýstra svæða hefur einkennst af andstæðum frá fylkingum sem eiga samt sem áður ótrúlega margt sameiginlegt. Við efumst ekki um það að lang flestir Íslendingar geti sammælst um mikilvægi þess að passa uppá hálendið. Vissulega eru ágreiningsmál og þau þarf að taka fyrir. Hvort sem frumvarpið fer í gegn eða ekki, sem er algjörlega í höndum þingmanna, er mikilvægt að raddir unga fólksins fái að heyrast. Framtíð hálendisins er málefni sem viðkemur ungu fólki hvað mest þar sem það kemur til með að erfa landið. Þau svæði sem fórnað er fyrir skammtíma-gróða eru svæði sem komandi kynslóðir missa af því að kynnast og verða að sætta sig við að lesa einungis um í bókmenntum. Ungir umhverfissinnar og ungliðanefnd Ferðaklúbbsins 4x4 koma til með að skila sitthvorri umsögninni um frumvarp umhverfisráðherra, báðar umsagnirnar bera með sér væntumþykju til landsins. Greinin er skrifuð af formanni Ungra umhverfissinna Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur og formanni Ungliðanefndar 4x4 flokksins Baldvini Ara Jóhannessyni.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar