Neikvæð áhrif hálendisþjóðgarðs á ferðaþjónustu Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar 9. desember 2020 09:30 Í umræðu um stofnun hálendisþjóðgarðs er mikið rætt um ávinning af stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu og aðdráttarafl hans fyrir ferðaþjónustu. Þá hefur það einnig verið látið í veðri vaka að stofnun hálendisþjóðgarðs sé grundvöllur þess að koma ferðaþjónustunni í gang hér á landi eftir Covid. Þetta er að mati greinarhöfundar gamaldags viðhorf og lýsir skorti á skilningi á þörfum og hvötum þeirra ferðamanna sem hingað koma. Sanngildið Þegar kemur að ferðaþjónustu er sanngildi eða eins og hugtakið kallast á ensku authenticity það verðmætasta fyrir Ísland sem áfangastað. Stórbrotna íslenska náttúru frá fjöru til fjalla þarf ekki að pakka inn með slaufu og rétta ferðamönnum með þjóðgarðsmerkinu „specially designed formula for you…and everybody else as well“ Rétt er að benda á að umræða um neikvæð áhrif ferðaþjónustu á þjóðgarða er sífellt að aukast og er orðið alþjóðlegt vandamál. Þjóðgarðar í öllum löndum og heimsálfur glíma við þessi mál og leita leiða til að lágmarka áhrif þeirra. Lönd eins og England og Kanada eru að reyna snúa við áhrifum sem ferðamenn hafa á náttúrulega varðveitt svæði. Með vaxandi fjölda gesta á ákveðin svæði verður mannfjöldi aðal vandamálið. Því hefur meðal annars verið haldið fram að ef ekki verið breyting eða viðsnúningur á þessu muni margir þjóðgarðar heims loka og eða þjóðgarðar hætta að vera til eins og við þekkjum þá í dag. Sönn, upprunaleg og raunveruleg náttúra Aðal ástæða þess að fólk velur að upplifa náttúruna er til að komast „burt“ frá því venjulega. Mikil breyting og þróun hefur orðið á möguleikum fólks til að ferðast síðustu 40 ár. Tækifæri fólks til að ferðast og lífsmynstur hefur tekið miklum breytingum frá því að farið var að markaðssetja ferðaþjónustu fyrst og þjóðgarðar voru vinsælir áfangastaðirnir. Tækni hefur gjörbylt persónulegum samskiptum og framleitt þekkingarsamfélag á heimsvísu. Ferðalög og internetið hafa skilað nýjum gildum og vitund um nýjar hugmyndir og áfangastaði. Hvati þeirra sem ferðast á „afskekkta“ staði eins og Ísland einkennist að miklu leita af löngun til að nálgast upplifun sem er sönn, upprunaleg og raunveruleg. Ekki sérhönnuð, og aðlöguð að fjöldanum. Flest fólk sem hingað kemur hefur mikla reynslu af því að ferðast. Ferðamenn sem eru oft menntaðir og eru meðvitaðir um umhverfi sitt. Þeir sækjast eftir ákveðinni tegund af lífsgæðum og löngun eftir raunverulegri einstakri upplifun, þar sem einstaklingurinn sjálfur er kjarninn. Tengt við þróun aukins auðs og munaðar hefur verið breyting í átt að einstaklingshyggju þar sem neytandinn leitar að vörum og þjónustu sem fullnægir þörfum hvers og eins. Gamaldags hugmyndafræði þjóðgarða Ferðamenn vilja ekki láta ramma sig inn í box og láta vísa sér veginn í átt að sérhönnuðum stöðum þar sem „allir“ eiga að fara á. Mikilvægt er að skilja þörf einstaklingsins til að fá dýpri merkingu og virði í upplifun sína. Ferðamenn leita nýrra merkinga og upplifun byggða á skynjun. Ákvarðanir ferðamanna sem hingað koma ákvarðast af því hve sanna og raunverulega þeir skynja vöruna, þjónustuna og náttúruna. Ferðaþjónustan í dag, hvort sem það er hér á landi eða annarstaðar þarf ekki á vörumerkinu „þjóðgarður“ að halda. Þjóðgarða hugmyndin sem drifkraftur efnahagslegs ábata er gamaldags hugmyndafræði og lítur í raun sömu lögmálum og Disney World í huga einstaklingsins sem leitar að því einstaka og sanna. Að mati greinarhöfundar er það illa ígrunduð ákvörðun og tímaskekkja að líta sem svo á að stofnun hálendisþjóðgarð sé jákvæð viðbót við íslenska ferðaþjónustu og tæki til verndunar náttúru. Þvert á móti. Innviðir hafa verið byggðir upp allt í kringum landið og mikil fjárfesting hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á síðustu árum af frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja sem hafa lagt mikið til. Á þessa staði viljum við beina fólki, þar sem við getum veit þjónustu allt árið. Velta má fyrir sér hvort ráðherra leggi þetta ferðaþjónustuspil út til að beina kastljósinu frá hinum raunverulega hvata VG fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs sem er að koma í veg fyrir sjálfbæra orkunýtingu í landinu? Við þurfum ekki hálendisþjóðgarð til þess að taka faglega á móti ferðamönnum, aðrar og léttvægari aðgerðir duga til þess. Höfundur er ferðamálafræðingur og oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Ferðamennska á Íslandi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um stofnun hálendisþjóðgarðs er mikið rætt um ávinning af stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu og aðdráttarafl hans fyrir ferðaþjónustu. Þá hefur það einnig verið látið í veðri vaka að stofnun hálendisþjóðgarðs sé grundvöllur þess að koma ferðaþjónustunni í gang hér á landi eftir Covid. Þetta er að mati greinarhöfundar gamaldags viðhorf og lýsir skorti á skilningi á þörfum og hvötum þeirra ferðamanna sem hingað koma. Sanngildið Þegar kemur að ferðaþjónustu er sanngildi eða eins og hugtakið kallast á ensku authenticity það verðmætasta fyrir Ísland sem áfangastað. Stórbrotna íslenska náttúru frá fjöru til fjalla þarf ekki að pakka inn með slaufu og rétta ferðamönnum með þjóðgarðsmerkinu „specially designed formula for you…and everybody else as well“ Rétt er að benda á að umræða um neikvæð áhrif ferðaþjónustu á þjóðgarða er sífellt að aukast og er orðið alþjóðlegt vandamál. Þjóðgarðar í öllum löndum og heimsálfur glíma við þessi mál og leita leiða til að lágmarka áhrif þeirra. Lönd eins og England og Kanada eru að reyna snúa við áhrifum sem ferðamenn hafa á náttúrulega varðveitt svæði. Með vaxandi fjölda gesta á ákveðin svæði verður mannfjöldi aðal vandamálið. Því hefur meðal annars verið haldið fram að ef ekki verið breyting eða viðsnúningur á þessu muni margir þjóðgarðar heims loka og eða þjóðgarðar hætta að vera til eins og við þekkjum þá í dag. Sönn, upprunaleg og raunveruleg náttúra Aðal ástæða þess að fólk velur að upplifa náttúruna er til að komast „burt“ frá því venjulega. Mikil breyting og þróun hefur orðið á möguleikum fólks til að ferðast síðustu 40 ár. Tækifæri fólks til að ferðast og lífsmynstur hefur tekið miklum breytingum frá því að farið var að markaðssetja ferðaþjónustu fyrst og þjóðgarðar voru vinsælir áfangastaðirnir. Tækni hefur gjörbylt persónulegum samskiptum og framleitt þekkingarsamfélag á heimsvísu. Ferðalög og internetið hafa skilað nýjum gildum og vitund um nýjar hugmyndir og áfangastaði. Hvati þeirra sem ferðast á „afskekkta“ staði eins og Ísland einkennist að miklu leita af löngun til að nálgast upplifun sem er sönn, upprunaleg og raunveruleg. Ekki sérhönnuð, og aðlöguð að fjöldanum. Flest fólk sem hingað kemur hefur mikla reynslu af því að ferðast. Ferðamenn sem eru oft menntaðir og eru meðvitaðir um umhverfi sitt. Þeir sækjast eftir ákveðinni tegund af lífsgæðum og löngun eftir raunverulegri einstakri upplifun, þar sem einstaklingurinn sjálfur er kjarninn. Tengt við þróun aukins auðs og munaðar hefur verið breyting í átt að einstaklingshyggju þar sem neytandinn leitar að vörum og þjónustu sem fullnægir þörfum hvers og eins. Gamaldags hugmyndafræði þjóðgarða Ferðamenn vilja ekki láta ramma sig inn í box og láta vísa sér veginn í átt að sérhönnuðum stöðum þar sem „allir“ eiga að fara á. Mikilvægt er að skilja þörf einstaklingsins til að fá dýpri merkingu og virði í upplifun sína. Ferðamenn leita nýrra merkinga og upplifun byggða á skynjun. Ákvarðanir ferðamanna sem hingað koma ákvarðast af því hve sanna og raunverulega þeir skynja vöruna, þjónustuna og náttúruna. Ferðaþjónustan í dag, hvort sem það er hér á landi eða annarstaðar þarf ekki á vörumerkinu „þjóðgarður“ að halda. Þjóðgarða hugmyndin sem drifkraftur efnahagslegs ábata er gamaldags hugmyndafræði og lítur í raun sömu lögmálum og Disney World í huga einstaklingsins sem leitar að því einstaka og sanna. Að mati greinarhöfundar er það illa ígrunduð ákvörðun og tímaskekkja að líta sem svo á að stofnun hálendisþjóðgarð sé jákvæð viðbót við íslenska ferðaþjónustu og tæki til verndunar náttúru. Þvert á móti. Innviðir hafa verið byggðir upp allt í kringum landið og mikil fjárfesting hefur átt sér stað í ferðaþjónustu á síðustu árum af frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja sem hafa lagt mikið til. Á þessa staði viljum við beina fólki, þar sem við getum veit þjónustu allt árið. Velta má fyrir sér hvort ráðherra leggi þetta ferðaþjónustuspil út til að beina kastljósinu frá hinum raunverulega hvata VG fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs sem er að koma í veg fyrir sjálfbæra orkunýtingu í landinu? Við þurfum ekki hálendisþjóðgarð til þess að taka faglega á móti ferðamönnum, aðrar og léttvægari aðgerðir duga til þess. Höfundur er ferðamálafræðingur og oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun