Handbolti

Ekkert fær stöðvað Guð­jón og Elliða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Valur hefur farið vel af stað í Þýskalandi.
Guðjón Valur hefur farið vel af stað í Þýskalandi. Gummersbach

Gummersbach trónir enn á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta eftir tveggja marka útisigur á Wilhelmshavener í kvöld, lokatölur 30-28 gestunum í vil.

Gummersbach hefur fari frábærlega af stað í deildinni en Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari liðsins. Er þetta hans fyrsta starf sem þjálfari og segja má að það gangi framar vonum.

Eftir sigur kvöldsins – þar sem Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach – er liðið komið með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar.

Alls hefur Gummersbach unnið átta af fyrstu níu leikjum sínum í deildinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.